SEM logo

SEM logo

SEM logo

Ósjálfráð rangviðbrögð geta verið lífshættuleg viðbrögð hjá þeim sem hafa mænuskaða í efra baki eða hálsi.

Rangviðbrögð geta farið af stað þegar það er einhver erting, verkur, sársauki eða einhver örvun á taugakerfið fyrir neðan skaða. Ert svæði reynir að senda boð til heila en þar sem boðin komast ekki bregst ósjálfráða taugakerfið við. Ólíkt spasma hafa ósjálfráð rangviðbrögð áhrif á æða- og lífærakerfi.

Allt sem veldur verk eða pirring getur valdið ósjálfráðum rangviðbrögðum: þörf á þvagláti eða hægðum, þrýstisár, skurðir, mar, bruni, þrýstingur, inngrónar neglur, þröng föt eða sýkingar. Sem dæmi getur full þvagblaðra ollið örum hjartslætti og háum blóðþrýsting sem getur valdið heilablóðfalli, krampa eða dauða.

Einkenni geta verið: Roði í kinnum, snögg fölnun í andliti, svitakast, dynjandi höfuðverkur, kvíði, gæsahúð, sjóntruflanir, bragð og lyktarskins truflanir og skyndilegur hár blóðþrýstingur.

Ef rangviðbrögð gera vart við sig skal bregðast við eins hratt og hægt er, til dæmis með því að skipta um stellingu, losa þvag, losa um eða fjarlægja þröngan fatnað, skoða neglur eða húð. Einnig er hægt að gefa lyf sem víkka æðar og lækka blóðþrýstings.

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323