SEM logo

SEM logo

SEM logo

Mánudaginn 19. september stóð stýrihópur Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með yfirfærslu á málefnum fatlaðra fyrir starfsdegi sem bar yfirskriftina ,,Þróun þjónustu við fatlað fólk á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar, næstu skref?"

Fundurinn var haldinn á Grand Hótel Reykjavík, á fundinn var boðið stjórnendum og lykilstarfsmönnum Velferðarsviðs í þjónustu við fatlað fólk, nýstofnaðs Skóla- og frístundasviðs, borgarfulltrúum og síðast en ekki síst fulltrúum hagsmunasamtaka og notendum.Rúnar Björn Herrera Þorkelsson fór á fundinn sem fulltrúi Samráðshóps íbúa á sléttuvegi 3, 7 og 9.Þeir sem boðaðir voru á fundinn fengu fyrir fundinn svokallaða stöðuskýrslu sem tekin var saman til undirbúnings á starfsdeginum. Beðið var um að fólkið kynnti sér efni hennar fyrir fundinn með áherslu á að horfa fram á veginn með það markmið að skoða næstu skref í þróun á þjónustu við fatlað fólk á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar. Í skýrslunni er farið yfir hvað hefur verið gert á þeim mánuðum sem liðnir eru frá tilfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga og hver staðan er. Skýrslunni er einnig ætlað að gefa greinargóða yfirsýn af þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík, hverjir notendur þjónustunnar eru og hvað þjónustan kostar.Á starfsdeginum var unnið í hópum og þátttakendum skipt í hópa sem fengu hver sitt umfjöllunarefni. Á fundinum var mikið um jákvæðni og mikið talað um valdeflingu notenda, að notendur hafi meira að segja um sín málefni. Ef hugmyndir og ráð fundarins verða þó ekki nema að hluta til að veruleika, þá eru miklar framfarir framundan.Mannréttindi - Jöfn tækifæri - Sjálfstætt líf!

 

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323