SEM logo

SEM logo

SEM logo

Fimmtudaginn 8. Nóvember verður haldinn félagsfundur SEM-samtakann í samkomusalnum á 4. Hæð SEMa-hússins að Sléttuvegi og hefst fundurinn klukkan 17:30. Á Fundinum verður kynning á rannsóknarverkefni HÍ og Grensás sem felur í sér þróun matstækis sem metur færni einstaklinga með mænuskaða, kynningu á námskeiði í færni og umhirðu hjólastóla. Að lokum mun STOÐ halda kynningu á rafbúnaði fyrir hjólastóla og kynningu á nýjum hjólastólum.

Nánari dagskrá fundarins má sjá hér að neðan.

Á fundinum verður boðið upp á veitingar.

Dagskrá:

17:30
Kynning á rannsóknarverkefni HÍ og Grensás sem felur í sér væðingu matstækis sem metur færni einstaklinga með mænuskaða. Matstækið er notað alþjóðlega og stendur til að nota það í endurhæfingu mænuskaðaðra hérlendis. Anestis sem leiðir rannsóknina mun fara yfir hana og honum til halds og trausts verða þær Gigja og Linda frá Grensás ásamt nemanda frá Námsbraut í sjúkraþjálfun, til þess að skoða möguleikana á þátttöku."

18:15
Kynning á að halda mjög öflugt námskeið í færni og umhirðu hjólastóla, líklegast er um fimm-sjö daga námskeið að ræða þar sem 10-15 manna hópur mun koma saman og gera allt saman 24/5. þetta er af norrænni fyrirmynd. Hákon Atli mun leið verkefnið með dyggri aðstoð Arnars Helga og fleirum.

18:35
Að lokum mun Stoð halda kynningu á rafbúnaði fyrir hjólastóla og einnig kynningu á nýjum hjólastólnum. .

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323