SEM logo

SEM logo

SEM logo

Námskeiðið í hjólastólafærni verður haldið 17-23 júni í Þorlákshöfn.

Gisti- og mataraðstaða verður í Grunnskóla Þorlákshafnar. Flestar æfingar fara fram í Íþróttamiðstöðinni á sama stað.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að hámarka hæfni og möguleika fólks með mænuskaða eða svipaða hreyfihömlun að einfalda daglegt líf. Kennsla byggist á jafningjafræðslu og er unnið eftir einstaklingsbundnum markmiðum.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætlað mænusköðum og öðrum með svipaða hreyfihömlun sem nota hjólastól með handafli daglega.

Hvað er tekið fyrir á námskeiðinu?
Hjólastólatækni, styrktar og þrekþjálfun, íþróttir aðlagaðar af hjólastólum, sund, flutningar úr og í stól, almenn færni í daglegu lífi, almenn jafningjafræðsla, fyrirlestrar ásamt fleiru sem þátttakendur hafa áhuga á að þjálfa.

Kostnaður
Stefnt er á að námskeiðið verði kostnaðarlaust. 
Ef svo færi að greiða þyrfti fyrir námskeiðið yrði sá kostnaður í lágmarki, aðeins yrði greitt fyrir mat.

Dagskrá
Dagskrá verður send út fljótlega eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Umsóknir
Umsóknarfrestur er til 17. maí. Athygli er vakin á að hámarks fjöldi þátttakanda er 15 manns, fólk er því hvatt til að skrá sig sem fyrst.
Umsóknarform er með að smella hér https://4screens.net/e/5c4b5186ea892f010009262e

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323