SEM logo

SEM logo

SEM logo

Aðalfundur SEM og H-SEM var haldinn 24. apríl s.l. Við upphaf fundar bauð Arnar Helgi Lárusson formaður SEM alla velkomna. Að því búnu las hann upp skýrslu stjórnar SEM. Kom þar meðal annars fram að Jafningjafræðsla á Grensásdeild hefi gengið vel í vetur, eins og undanfarin ár. Allmargir hafi nýtt sér hana og vel sé látið af henni jafnt hjá nýslösuðum, fjölskyldum þeirra, fagfólki og öðrum. Einnig kom fram að dómsmál er varðar aðgengismál sem hann [Arnar Helgi] og SEM samtökin höfðuðu gegn Reykjanesbæ hafi tapaðist í Hæstarétti. Á grundvelli þess að Ísland hafi ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Niðurstaða og túlkun dómsins vakti furðu. Af þeim sökum hafa SEM samtökin kært málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í þeirri von að málið verði tekið þar fyrir. Í máli Arnars kom enn fremur fram að Orlofshús á Akureyri væri vel nýtt af félagsmönnum yfir sumarmánuðina og flestar vikur væru farnar. Þar væri góð aðstaða fyrir níu manns og búið væri að bæta við rafskutlu sem myndi nýtast flestum vel. Auk þess kom fram að happdrætti SEM hafi gengið vonum framar. Styrkir hafi verið fleiri og hærri en undanfarin ár. Á móti komi að útgjöld hafi aukist í takt við meiri sýnileika og aukna þátttöku SEM í réttindamálum og hagsmunabaráttu. Að lokum sagði hann að vinna væri farin á stað við að koma í veg fyrir þrálátan vatnsleka á gluggum í sal. Í skoðun væri að byggja yfir hluta af svölum til að stoppa lekann, sem myndi jafnframt stækka og gera salinn enn glæsilegri.

Næstur á mælendaskrá var Árni Geir Árnason sem flutti skýrslu stjórnar H-SEM. Í megindráttum dró hann fram að á síðasta ári hafi verið lokið við meiriháttar breytingar á íbúð 306, þar sem nútíma kröfur um aðgengi hafi verið hafðar að leiðarljósi. Seint síðasta haust hafi auk þess hafist framkvæmdir á íbúð 205 í sömu mynd, sem lokið var við snemma í vor. Í kjölfarið var hún afhent nýslösuðum einstaklingi. Að lokum sagði hann að H-SEM hefði átt nokkra fundi með Sjómannadagsráði vegna frágangs á lóðamörkum við nýbyggingu fyrir neðan SEM húsið. Gott samkomulag hafi ríkt um flesta þætti sem leitt hafi til þess að Sjómannadagsráð greiði allan kostnað og gangi frá upphituðum göngustíg á milli lóðanna. Auk þess að ganga frá suðurenda lóðar SEM hússins á snyrtilegan hátt.

Þegar skýrslur höfðu verið fluttar var kosið í hinar ýmsu stjórnir og nefndir og má þar helst nefna að Agnar Ingi Traustason gekk úr stjórn og í hans stað kom Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ný í stjórn:

Stjórn SEM
Formaður; Arnar Helgi Lárusson
Ritari; Jóhann Rúnar Kristjánsson
Gjaldkeri; Egill St. Fjeldsted
Meðstjórnandi 1; Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Meðstjórnandi 2; Arna Sigríður Albertsdóttir
Meðstjórnandi 3; Sunna Elvíra Þorkelsdóttir
Meðstjórnandi 4; Aðalbjörg Guðgeirsdóttir

Stjórn H-SEM
Meðstjórnandi 0; Arnar Helgi Lárusson (sjálfkjörinn sem formaður SEM)
Meðstjórnandi 1; Aðalbjörg Guðgeirsdóttir
Meðstjórnandi 2; Árni Geir Árnason
Meðstjórnandi 3; Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Meðstjórnandi 4; Egill St. Fjeldsted
Varastjórnandi 1; Jóna Marvinsdóttir
Varastjórnandi 2; Guðný Guðnadóttir
Varastjórnandi 3; Jóna Kristín Erlendsdóttir

Varastjórnandi 4; Sunna Elvíra Þorkelsdóttir

Að loknum almennum umræðum var fundi slitið. Alls mættu 11 manns, sem er nokkuð færra en á síðasta ári.

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323