SEM logo

SEM logo

SEM logo

Rebekkustúka nr. 1, Bergþóra I.O.O.F., Kertasjóður Soffíu J. Claessen og Systra og sjúkrasjóður færðu SEM samtökunum veglegan styrk að fjárhæð 7.000.000 síðastliðinn laugardag.

Styrkurinn gerir SEM kleift að endurnýja íbúð í fjölbýlishúsi samtakanna við Sléttuvegi 3, en þar eru margar íbúðir í afar slæmu ástandi. Búið er að eyrnamerkja styrkinn við ákveðna íbúð og munu framkvæmdir við hana hefjast í byrjun september næstkomandi. Íbúðin verður tekin í gegn á sama hátt og tvær aðrar, sem lokið var við að endurnýja síðastliðinn vetur. Í því felst að skipt verður um allt innandyra, eins og til dæmis: gólfefni, innréttingar, eldhústæki, rennihurðar settar í veggi og aðrir brotnir niður. Að breytingum loknum verður íbúðin eins og ný og mun standast allar nútíma kröfur um aðgengi og útlit. Áætlaður framkvæmdatími er tveir mánuðir.

SEM samtökin þakkar öllu því góða fólki sem kemur að starfsemi Rebekkustúku nr. 1, Bergþóru I.O.O.F kærlega fyrir veittan stuðning, sem mun veita einstaklingum með mænuskaða betra og ánægjulegra líf.

Fróðleiksfúsum er bent á áhugaverða heimasíðu Oddfellow, en þar má til dæmis fræðast um regludeildir, hvað Oddfellow stendur fyrir og söguágrip. Auk þess má fræðast um fjölmörg mannúðarmál sem Oddfellow hefur beitt sér fyrir á síðustu áratugum.

Sjá:https://www.oddfellow.is/is

 

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323