SEM logo

SEM logo

SEM logo

73321459 1416982538467457 7927271324920053760 o

Í gær, föstudaginn 1. nóvember var þriðja endurbyggða íbúðin í SEM húsinu, Sléttuvegi 3, afhent ánægðum leigjanda. Framkvæmdir hófust af fullum krafti í byrjun september og stóðust allar tímaáætlanir. Íbúðin var í mjög slæmu ástandi líkt og margar aðrar í húsinu eftir 30 ára notkun og lítið viðhald, vegna skorts á fjármagni.

Íbúðin var tekin í gegn með sambærilegum hætti og áður. Í því felst að skipt var um allt innandyra eins og til dæmis: gólfefni, innréttingar, eldhústæki og rennihurðar settar í veggi. Einnig var veggur brotinn niður og skipan eldhúss breytt til að búa til opið rými, sem hentar fólki í hjólastólum betur. Íbúðin er nú eins og ný og stenst allar nútíma kröfur um aðgengi og útlit.

Eins og áður hefur komið fram fengu SEM samtökin í vor veglegan 7.000.000 styrk frá Rebekkustúku nr. 1, Bergþóru I.O.O.F., Kertasjóði Soffíu J. Claessen og Systra og sjúkrasjóði. Enn og aftur þökkum við félagsmönnum þessara samtaka kærlega fyrir stuðninginn, en án hans hefðu breytingar á íbúðinni ekki farið fram.

Auk þess þökkum við öllum vertökum sem komu að verkefninu kærlega fyrir góða samvinnu og vönduð vinnubrögð.

 

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323