SEM logo

SEM logo

SEM logo

SEM samtökin og Stöð tvö gangast fyrir söfnunarútsendingu þann 7. október nk. og verður útsendingin frá Listasafni Reykjavíkur.

Árið 1991 var fjölbýlishús SEM samtakanna tekið í notkun en safnað var fyrir húsinu í fyrstu söfnunarútsendingu í sjónvarpi á Íslandi árið 1989. Alls söfnuðust 12.5 milljónir og annað eins í vinnuframlagi og gjöfum.

Það var Áhugahópur um bætta umferðarmenningu sem stóð að söfnuninni sem stóð í fjórar klukkustundir en þar komu fram landsþekktir listamenn sem allir gáfu vinnu sína í þágu SEM samtakanna.

Nú liggur hús SEM samtakanna undir skemmdum vegna skorts á viðhaldi en SEM samtökin eiga ekki fjármuni til að standa straum af viðgerðum á húsinu og leita því til almennings um stuðning. Í þessari útsendingu geta landsmenn hringt beint inn í söfnunina eða gefið ákveðna upphæð með því að hringja í símanúmer og verður þá tiltekin upphæð skuldfærð á símreikning viðkomandi.

Landsþekktir listamenn koma fram auk þess sem send verða út viðtöl við meðlimi SEM samtakanna sem miðla af reynslu sinni af fötluninni og húsnæðismálum sínum.

Áhugahópur um bætta umferðarmenningu tekur aftur þátt í söfnuninni en meðlimir hópsins eru landsþekktar leikkonur og fjölmiðlakonur. SEM samtökin eru afar þakklát hópnum og Stöð tvö fyrir framlag þeirra til málefna mænuskaddaðra og binda vonir um að söfnunin skili það miklu að hægt verði að gera við húsið þannig að íbúum þess líði vel í húsinu sem þjóðin gaf þeim á eftirminnilegan hátt fyrir tuttugu árum.

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323