SEM logo

SEM logo

SEM logo

Dagana 21.-28. október 2012 munu Evrópusamtökin um sjálfstætt líf, ENIL, standa fyrir viku löngu námskeiði um hugmyndafræðina um sjálfstætt líf og NPA í samstarfi við Evrópuráðið. Markmið námskeiðsins er að hvetja ungt fatlað fólk til þátttöku í mannréttindabaráttu bæði í sínum heimalöndum og á Evrópuvísu. Einnig að skapa vettvang fyrir ungt fólk til þess að kynnast, deila reynslu sinni og fræðast saman. Áhersla verður lögð á að efla leiðtogahæfni þátttakenda og mynda sterkari tengsl milli ungs fatlaðs fólks innan Evrópu.

Allir þeir sem eru á aldrinum 18-30 ára og tilheyra hópi fatlaðs fólks geta sótt um að taka þátt í námskeiðinu. Þátttakendur þurfa að koma frá landi/ríki sem á sæti í Evrópuráðinu og er Ísland eitt þeirra landa. Námskeiðið mun fara fram á ensku og því er mikilvægt að þátttakendur hafi einhverja enskukunnáttu. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2012.

Þátttökugjald þeirra sem valdir verða til þátttöku á námskeiðinu eru 50 € (Evrur) eða um 8.500 ISK og munu þátttakendur ekki þurfa að greiða sjálfir fyrir kostnað vegna aðstoðarfólks.

Til frekari upplýsinga er hægt að fara á heimasíðu ENIL www.enil.eu eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að hafa samband við Emblu Ágústsdóttur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., formann NPA miðstöðvarinnar, en hún er í hópi skipuleggjenda námskeiðsins fyrir Íslands hönd.

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323