SEM logo

SEM logo

SEM logo

SEM samtökin hafa sett í gang jafningjafræðslu þar sem fulltrúar samtakanna munu mæta á Grensásdeild á hverjum þriðjudegi á milli 15:00 og 17:00. Breiður hópur mun sinna þessu verkefni svo um mikinn reynslubanka er að ræða.

Jafningjafræðsla þessi er bæði ætluð nýjum sem gömlum mænusködduðum þar sem hægt er að ræða ýmislegt, allt frá vali hjálpartækja, til vandamála daglegs lífs, hvort sem er líkamlega eða andlega. Einnig geta aðstandendur og annað hreyfihamlað fólk komið og rætt málin ef þau vilja.

Þessu er háttað þannig að í hverri viku koma tveir mænuskaddaðir einstaklingar frá samtökunum og munu vera til taks í kaffistofunni á fyrstu hæð. Um er að ræða 8 einstaklinga af báðum kynjum og með mismunandi hæð á mænuskaða. Eftirfarandi einstaklingar munu mæta samkvæmt dagskrá.

Untitled-111. febrúar 2014 Arnar og Jói
18. febrúar 2014 Arna og Agnar
25. febrúar 2014 Kristín og Rúnar
4. mars 2014 Víðir og Viddi
11. mars 2014 Arnar og Jói
18. mars 2014 Arna og Agnar
25. mars 2014 Kristín og Rúnar
1. apríl 2014 Víðir og Viddi
8. apríl 2014 Arnar og Jói
15. apríl 2014 Arna og Agnar
22. apríl 2014 Kristín og Rúnar
29. apríl 2014 Víðir og Viddi

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323