SEM logo

SEM logo

SEM logo

arnarh

Þar sem ég hef fengið mjög mörg viðbrögð og áskoranir um að gera eitthvað meira í aðgengismálum á Íslandi eftir viðtöl sem birtust í síðustu viku um aðgengi Hverfisgötunnar, hef ég ákveðið að óska eftir formlegum skoðunum um áhuga á að stofna ný regnhlífar samtök sem hafa sameiginleg sjónarmið þar sem að aðgengismál, aðgengi að hjálpartækjum, túlkum, bílamál og öll önnur mál sem snerta skyn- og hreyfihamlaða í daglegum athöfnum. Nú er ég alls ekki að gera lítið úr öllum þeim félögum sem eru aðilar að ÖBÍ eða gera lítið úr þörfum þeirra heldur bara að reyna að benda á að við sem erum skyn- og hreyfihömluð erum komin í minnihluta innan ÖBÍ og tel ég ólík sjónarmið aðildarfélaga ÖBÍ vera til þess að mikilvæg mál eins og aðgengi, hjálpartækjamál, túlkun og almenningssamgöngur skyn- og hreyfihamlaðara séu að líða fyrir það. Ekki það að það sé ekkert talað um þessi mál heldur að það er ekkert gert í þessum málum og það er ekkert eftirlit með þessum málum innan ÖBÍ. Þar af leiðandi óska ég eftir því að þeir hópar sem telja sig heyra undir þennan hóp sem ég kýs að skilgreina sem Skyn- og hreyfihamlaða sem eru þá með skerta heyrn, sjón, hreyfigetu og þurfa á hjálpartækjum að nota í daglegu lífi um að hafa samband við mig í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 823-3007 og gefa mér svar um hvort þetta sé eitthvað sem þessir hópar vilja ræða frekar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sem ég er að fá þessa hugmynd, heldur var hún komin þegar ég spurði hvort ÖBÍ væri of stórt fyrir litlu félögin sem var birt 20.október síðastliðinn.

Margir eru eflaust að bíða eftir skýrslu um framtíð ÖBÍ eða skipulagsnefnd ÖBÍ sem er í vinnslu og það má vera að það sé eitthvað sem þarf að gera, en ég hef tekið þátt í því verkefni og mín tilfinning er sú að skyn- og hreyfihamlaðir eru í það miklum minnihluta að við munum ekki ná fram því sem er okkur efst í huga.

Ég er heldur ekki að segja að við eigum að ganga út úr ÖBÍ og ekki heldur að segja að við eigum ekki að gera það, kannski væri hægt að hafa okkur í sér deild innan ÖBÍ en það er alveg ljóst að það má ekki gerast árið 2014 að það sé verið að reisa og endurbæta mannvirki á Íslandi og við erum ekki höfð með í ráðum líkt og við Hverfisgötuna og fleiri staði. Þess vegna held ég að eina leiðin sé að við tökum að okkur eftilit með þessum málum og fylgjum þeim eftir með þeim staðreindum sem málin eru í hverju sinni, jákvæð eða neikvæð. En ég held að þetta sé eitthvað sem brennur á mörgum og við verðum að ræða þetta af alvöru. Ég nýt fulls trausts stjórnar SEM varðandi þetta mál.

Kær kveðja
Formaður SEM
Arnar Helgi Lárusson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S: 823-3007

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323