SEM logo

SEM logo

SEM logo

SEM samtökin hafa nú innréttað herbergi í húsi félagsins sem leigja á til félagsmanna, aðstandenda þeirra og annara í skammtímaleigu, leigutíminn er frá einum sólarhring upp í mánuð í senn.

Herbergið er innréttað með það í huga nægt pláss sé fyrir hjólastólanotendur. Í herberginu er eitt rúm af stærðinni 140x200 cm. Herberginu fylgir sturtuaðstaða og salerni sem hannað hefur verið fyrir hjólastólanotendur.

Þetta herbergi er einnig kjörið fyrir aðstandendur sem þurfa að ferðast utan að landi til þess að heimsækja félagsmenn, t.d. á meðan sjúkrahús- eða endurhæfingarvist stendur yfir. Aðrir geta einnig fengið herbergið leigt samkvæmt reglum.

Herberginu fylgja engin hjálpartæki en þó er hægt að hafa samband og athuga hvort hægt sé að útvega einhver hjálpartæki, t.d. lyftara, sé það nauðsynlegt.

Útleigureglur herbergis í SEM húsinu, Sléttuvegi 3

Hægt er að panta herbergið eða fá frekari upplýsingar með því að senda fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða með því að hringja í síma 8484155

Stjórn SEM

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323