SEM logo

SEM logo

SEM logo

Mánudaginn 28 apríl 2014 var haldinn aðalfundur SEM. Á fundinum var farið yfir störf félagsins síðastliðið ár. En þar má nefna jafningjafræðsla á Grensás, herbergi til leigu, íþróttastyrkur og baráttu í aðgengismálum. Einnig voru samþykktir félagsins teknar fyrir og samkæmt þeim voru nýjar samþykktir kynntar í vetur sem svo voru samþykktar af félagsfundi þann xx apríl og staðfestar á aðalfundinum.

Helstu breytingar á samþykktunum voru að nú geta allir sem hlotið hafa varanlegan mænuskaða gerst meðlimir hvort sem þeir hlutu skaðann við leik, störf, veikindi eða aðrar aðstæður. Aðrar breytingar voru helst uppröðun, uppsetning og orðalag. Þó voru nokkrar smávægilegar breytingar hægt er að skoða nýju og gömlu samþykktirnar til að bera þær saman.

Engar breytingar urðu á stjórn SEM, en í H-SEM kom Aðalbjörg ný inn sem varamaður í stað Ágústu sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu. Við þökkum Ágústu fyrir störf hennar í þágu félagsins og óskum henni góðs gengis.

Stjórnin þakkar fyrir góðan fund og óskar öllum gleðilegs sumars.

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323