SEM logo

SEM logo

SEM logo

JökulmílanSamtökunum hefur borist styrkur frá hjólreiðafélaginu Hjólamenn. Félagið er eins og nafnið gefur til kynna félag fólks sem hefur áhuga á hjólreiðum. Hjólamenn halda árlega viðburð sem kallast Jökulmílan þar sem hjólað er í einn hring meðfram strandlengju Snæfellsness og er þessi styrkur hluti af skráningargjaldi viðburðarins. Styrkurinn frá þeim er upp á 40.000 kr þetta árið og er ætlaður til að styrkja félagsmenn við hjólakaup.

Stjórn SEM samtakanna óskar hér með eftir umsóknum um styrki og mun ákveða hvernig fjármagninu verður varið út frá þeim umsóknum sem berast. Umsóknir þurfa að hafa borist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20. nóvember.

Kveðja
Stjórnin

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323