SEM logo

SEM logo

SEM logo

Orlofsíbúð Okkur er sönn ánægja að kynna orlofsíbúð SEM samtakanna á Akureyri. Íbúðin er til útleigu fyrir félagsmenn og almenning allt árið um kring. Félagsmenn fá forgang yfir sumarið og verður ferlið auglýst á næstunni.

Nokkur ár eru liðin frá því að ákveðið var að selja sumarbústað samtakanna vegna íþyngjandi viðhalds og auk þess sem hann var ekki nógu hentugur fyrir fólk í fyrirferðarmiklum hjólastólum og óaðgengilegur í snjó.

Margir félagsmenn hafa beðið spenntir eftir nýju orlofshúsi og við vonumst til að sem flestir nýti sér það.

Um er að ræða glæsilega og rúmgóða íbúð með fjórum svefnherbergjum í nýrri byggingu þar sem allt að 9 manns geta gist. Íbúðin er útbúin með aðgengi í huga fyrir hjólastólanotendur. Má nefna að hún er aðgengileg með hurðaopnara og lyftari er á staðnum.

Aðrar upplýsingar um íbúðina má nálgast á www.orlof.sem.is

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323