SEM logo

SEM logo

SEM logo

 

Þann 26 apríl n.k. er Norræni Mænuskaðadagurinn og í því tilefni ætlar SEM að bjóða félagsmönnum sínum til veislu í salarkynnum sínum að Sléttuvegi 3 kl 19:00. Jóna Marvins mun sjá um kræsingarnar og við hin um að skemmta hvort öðru.

Ef þú hefur áhuga á því að mæta, gleðjast og njótar matar og drykkjar í góðum félagsskap þá þarf að tilkynna það til skrifsstofu SEM í síma 588-7470 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 24 apríl.

Makar eru velkomnir.

Sýnum okkur sjálfum stuðning og mætum á OKKAR degi.

Nei, við erum ekki ein á báti. Á netinu má finna fjöldamörg félög með vefsíður með margs kyns upplýsingum. Kíkjum fyrst á norræn félög mænuskaddaðra sem mynda saman félagið NORR (Nordiska ryggmärgsskaderådet):

Read more ...

Veist þú hvað þú átt að gera ef þú kemur að slysi? Það getur bjargað mannslífum að vita rétt skyndihjálparviðbrögð

Hreyfihömluðum einstaklingum er nú boðið upp á skyndihjálparnámskeið. Á námskeiðinu verður farið yfir alla þá þætti sem varða skyndihjálp og fólk fær að æfa sig. Námskeiðið miðast við að hreyfihamlað fólk fái sérhæfðar leiðbeiningar sem það getur nýtt sér lendi það í aðstæðum þar sem skyndihjálpar er þörf. Það skiptir engu hver hreyfihömlunin er, hverjum og einum leiðbeint sérstaklega út frá eigin hreyfifærni.

Read more ...

 

Spennandi ráðstefna um starfsendurhæfingu verður haldin í tilefni 25 ára starfsafmæli Hringsjár, náms- og starfsendurhæfingar.  Ráðstefnan verður þann 12. mars kl. 13:00 - 16:30 á Grand Hótel Reykjavík og verður henni einnig endurvarpað um fjarfundabúnað á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Fjölmargir aðilar sem tengjast starfsendurhæfingu munu flytja erindi, þar á meðal velferðarráðherra Guðbjartur Hannesson.

Við hvetjum alla sem koma að starfsendurhæfingu að taka þátt, enda eru þessi mál mjög í deiglunni eftir setningu nýrra laga á sl. ári. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráning er á www.hringsja.is eða í síma 510 9380.

 

Dagskrá 12. mars.pdf

SEM óskar Arnari Helga Lárussyni til hamingju með það ótrúlega afrek að hafa klárað heilt maraþon þann 18. ágúst síðastliðinn. Arnar Helgi, sem tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og fór 42,2 kílómetrana á 5klst og 8 mínútum, er eini Íslendingurinn sem vitað er af sem hefur afrekað þetta á óbreyttum, handknúnum hjólastól.

Sjá viðtal við Arnar Helga við Morgunblaðið.

Kominn er af stað nýr hópur sem hyggur á að stunda hjólastólakörfuknattleik og munu æfingar fara fram tvisvar sinnum í viku í húsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík. Æfingarnar verða á miðvikudögum kl. 21:30 og á sunnudögum kl. 19:40.

Read more ...

Sjúkraþjálfun á Grensási mun bjóða upp á líkamsrækt fyrir fólk með mænuskaða í vetur. Sjúkraþjálfarar leiðbeina og aðstoða í tækjasalnum. Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 15.30 – 17.00. Fyrsti tíminn verður 3. september.

Read more ...

Þann 3. desember næstkomandi, á alþjóðadegi fatlaðra, veitir Öryrkjabandalag Íslands, Hvatningarverðlaun sín, sjá slóð á upplýsingar um verðlaunin.

Tilnefningar fyrir árið 2012 óskast. Veitt verða þrenn verðlaun, ein í hverjum flokki:

  • einstaklings
  • fyrirtækis/stofnunar
  • umfjöllunar/kynningar

Verðlaunin eru veitt til þeirra sem stuðlað hafa að einu samfélagi fyrir alla, sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu.

Rafrænt eyðublað til útfyllingar.

Dagana 21.-28. október 2012 munu Evrópusamtökin um sjálfstætt líf, ENIL, standa fyrir viku löngu námskeiði um hugmyndafræðina um sjálfstætt líf og NPA í samstarfi við Evrópuráðið. Markmið námskeiðsins er að hvetja ungt fatlað fólk til þátttöku í mannréttindabaráttu bæði í sínum heimalöndum og á Evrópuvísu. Einnig að skapa vettvang fyrir ungt fólk til þess að kynnast, deila reynslu sinni og fræðast saman. Áhersla verður lögð á að efla leiðtogahæfni þátttakenda og mynda sterkari tengsl milli ungs fatlaðs fólks innan Evrópu.

Allir þeir sem eru á aldrinum 18-30 ára og tilheyra hópi fatlaðs fólks geta sótt um að taka þátt í námskeiðinu. Þátttakendur þurfa að koma frá landi/ríki sem á sæti í Evrópuráðinu og er Ísland eitt þeirra landa. Námskeiðið mun fara fram á ensku og því er mikilvægt að þátttakendur hafi einhverja enskukunnáttu. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2012.

Read more ...

 

Þann 27 apríl n.k. er Norræni Mænuskaðadagurinn og í því tilefni ætlar SEM að bjóða félagsmönnum sínum til veislu í salarkynnum sínum að Sléttuvegi 3 kl 19:00. Jóna Marvins mun sjá um kræsingarnar og við hin um að skemmta hvort öðru. 

Read more ...

Hið árlega happdrætti SEM samtakanna er hafið að nýju og er þegar búið að dreifa í flest hús á landinu. Einnig eru sölumenn frá samtökunum hér og þar um bæinn að selja miða og óskum við þess að þeim verði vel tekið og að þeim farnist vel í sölunni. Það verður svo dregið 24 febrúar n.k. Vinningsnúmerin verða auglýst í blöðunum og einnig sett inn hér á heimasíðu SEM. 

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323