SEM logo

SEM logo

SEM logo

stjorn19

73321459 1416982538467457 7927271324920053760 o

Í gær, föstudaginn 1. nóvember var þriðja endurbyggða íbúðin í SEM húsinu, Sléttuvegi 3, afhent ánægðum leigjanda. Framkvæmdir hófust af fullum krafti í byrjun september og stóðust allar tímaáætlanir. Íbúðin var í mjög slæmu ástandi líkt og margar aðrar í húsinu eftir 30 ára notkun og lítið viðhald, vegna skorts á fjármagni.

Íbúðin var tekin í gegn með sambærilegum hætti og áður. Í því felst að skipt var um allt innandyra eins og til dæmis: gólfefni, innréttingar, eldhústæki og rennihurðar settar í veggi. Einnig var veggur brotinn niður og skipan eldhúss breytt til að búa til opið rými, sem hentar fólki í hjólastólum betur. Íbúðin er nú eins og ný og stenst allar nútíma kröfur um aðgengi og útlit.

Eins og áður hefur komið fram fengu SEM samtökin í vor veglegan 7.000.000 styrk frá Rebekkustúku nr. 1, Bergþóru I.O.O.F., Kertasjóði Soffíu J. Claessen og Systra og sjúkrasjóði. Enn og aftur þökkum við félagsmönnum þessara samtaka kærlega fyrir stuðninginn, en án hans hefðu breytingar á íbúðinni ekki farið fram.

Auk þess þökkum við öllum vertökum sem komu að verkefninu kærlega fyrir góða samvinnu og vönduð vinnubrögð.

 

Laugardaginn 19. okt. verður haldinn Paralympic kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Kynningin fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, á milli 13:00-16:00. Gengið er inn um aðalinngang að framanverðu.

Gestum gefst þar færi á að kynna sér starfsemi aðildarfélaga Íþróttasambands fatlaðra og sjá hvaða íþróttir standa fötluðum til boða á Íslandi.

Sjá meðfylgjandi auglýsingu:

https://www.ifsport.is/read/2019-10-16/hefur-thu-profad-ithrottir-fatladra/

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram s.l. laugardag og áttu SEM samtökin 21 fulltrúa og einn hóp í hlaupinu, sem allir stóðu sig með stakri prýði.

Í aðdraganda hlaupsins buðu samtökin þessum einstaklingum í léttan kvöldverð í þakklætisskyni, sem jafnframt var notaður til að þétta hópnum saman fyrir komandi átök. Við sama tækifæri fengu allir afhenta boli merkta samtökunum, sem flestir völdu að hlaupa í eða klæðast eftir hlaup.

Þegar lokað var fyrir áheit kom í ljós að alls höfðu safnaðst 599.000 kr. SEM samtökin þakka enn og aftur öllum þeim sem tóku þátt og þeim sem styrktu hlauparana kærlega fyrir veittan stuðning, sem er okkur ómetanlegur.

Nú er sumri farið að halla og vetrardagskrá að taka við. Þriðjudaginn 27. ágúst verður fyrsta jafningjafræðsla komandi vetrar fyrir nýslasaða og aðra á Grensás. Fulltrúar SEM samtakanna verða á staðnum alla þriðjudaga í vetur á milli 15:00-17:00.
Allir velkomnir

Nú styttist óðfluga í maraþonið sem fer fram 24. ágúst. SEM samtökunum lagar að benda áhugasömum hlaupurum, sem vilja styðja gott málefni, á að öllum er velkomið að hlaupa fyrir okkar hönd.

Í dag, 18. júlí, hafa 11 velunnarar samtakanna skráð sig. Kunnum við þeim bestu þakkir og óskum þeim góðs gengis á æfingum næstu vikur. Okkur langar góðfúslega að benda fólki á að hægt er að veita styrki og kynna sér þetta góða fólk á meðfylgjandi slóð.

https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/726/s-e-m-samtok-endurhaefdra-maenuskaddadra

Hið árlega Reykjavíkurmaraþon fer fram 24. ágúst. SEM samtökin bjóða öllum áhugasömum sem vilja láta gott af sér leiða að hlaupa fyrir okkar hönd.

Skráning fer fram hér: https://www.rmi.is/

Á síðasta ári tóku sjö manns þátt í hlaupinu fyrir okkar hönd og söfnuðu 778.500 kr., sem runnu í góð málefni. Eftir hlaup var öllum þátttakendum boðið í lítið matarboð í þakklætisskyni. Í ár er stefnt á að gera eitthvað sambærilegt til að hrista hópinn saman og gera hlaupið meira eftirminnilegt.

Með fyrir fram þökk og vinsemd

Rebekkustúka nr. 1, Bergþóra I.O.O.F., Kertasjóður Soffíu J. Claessen og Systra og sjúkrasjóður færðu SEM samtökunum veglegan styrk að fjárhæð 7.000.000 síðastliðinn laugardag.

Styrkurinn gerir SEM kleift að endurnýja íbúð í fjölbýlishúsi samtakanna við Sléttuvegi 3, en þar eru margar íbúðir í afar slæmu ástandi. Búið er að eyrnamerkja styrkinn við ákveðna íbúð og munu framkvæmdir við hana hefjast í byrjun september næstkomandi. Íbúðin verður tekin í gegn á sama hátt og tvær aðrar, sem lokið var við að endurnýja síðastliðinn vetur. Í því felst að skipt verður um allt innandyra, eins og til dæmis: gólfefni, innréttingar, eldhústæki, rennihurðar settar í veggi og aðrir brotnir niður. Að breytingum loknum verður íbúðin eins og ný og mun standast allar nútíma kröfur um aðgengi og útlit. Áætlaður framkvæmdatími er tveir mánuðir.

SEM samtökin þakkar öllu því góða fólki sem kemur að starfsemi Rebekkustúku nr. 1, Bergþóru I.O.O.F kærlega fyrir veittan stuðning, sem mun veita einstaklingum með mænuskaða betra og ánægjulegra líf.

Fróðleiksfúsum er bent á áhugaverða heimasíðu Oddfellow, en þar má til dæmis fræðast um regludeildir, hvað Oddfellow stendur fyrir og söguágrip. Auk þess má fræðast um fjölmörg mannúðarmál sem Oddfellow hefur beitt sér fyrir á síðustu áratugum.

Sjá:https://www.oddfellow.is/is

 

Aðalfundur SEM og H-SEM var haldinn 24. apríl s.l. Við upphaf fundar bauð Arnar Helgi Lárusson formaður SEM alla velkomna. Að því búnu las hann upp skýrslu stjórnar SEM. Kom þar meðal annars fram að Jafningjafræðsla á Grensásdeild hefi gengið vel í vetur, eins og undanfarin ár. Allmargir hafi nýtt sér hana og vel sé látið af henni jafnt hjá nýslösuðum, fjölskyldum þeirra, fagfólki og öðrum. Einnig kom fram að dómsmál er varðar aðgengismál sem hann [Arnar Helgi] og SEM samtökin höfðuðu gegn Reykjanesbæ hafi tapaðist í Hæstarétti. Á grundvelli þess að Ísland hafi ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Niðurstaða og túlkun dómsins vakti furðu. Af þeim sökum hafa SEM samtökin kært málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í þeirri von að málið verði tekið þar fyrir. Í máli Arnars kom enn fremur fram að Orlofshús á Akureyri væri vel nýtt af félagsmönnum yfir sumarmánuðina og flestar vikur væru farnar. Þar væri góð aðstaða fyrir níu manns og búið væri að bæta við rafskutlu sem myndi nýtast flestum vel. Auk þess kom fram að happdrætti SEM hafi gengið vonum framar. Styrkir hafi verið fleiri og hærri en undanfarin ár. Á móti komi að útgjöld hafi aukist í takt við meiri sýnileika og aukna þátttöku SEM í réttindamálum og hagsmunabaráttu. Að lokum sagði hann að vinna væri farin á stað við að koma í veg fyrir þrálátan vatnsleka á gluggum í sal. Í skoðun væri að byggja yfir hluta af svölum til að stoppa lekann, sem myndi jafnframt stækka og gera salinn enn glæsilegri.

Næstur á mælendaskrá var Árni Geir Árnason sem flutti skýrslu stjórnar H-SEM. Í megindráttum dró hann fram að á síðasta ári hafi verið lokið við meiriháttar breytingar á íbúð 306, þar sem nútíma kröfur um aðgengi hafi verið hafðar að leiðarljósi. Seint síðasta haust hafi auk þess hafist framkvæmdir á íbúð 205 í sömu mynd, sem lokið var við snemma í vor. Í kjölfarið var hún afhent nýslösuðum einstaklingi. Að lokum sagði hann að H-SEM hefði átt nokkra fundi með Sjómannadagsráði vegna frágangs á lóðamörkum við nýbyggingu fyrir neðan SEM húsið. Gott samkomulag hafi ríkt um flesta þætti sem leitt hafi til þess að Sjómannadagsráð greiði allan kostnað og gangi frá upphituðum göngustíg á milli lóðanna. Auk þess að ganga frá suðurenda lóðar SEM hússins á snyrtilegan hátt.

Þegar skýrslur höfðu verið fluttar var kosið í hinar ýmsu stjórnir og nefndir og má þar helst nefna að Agnar Ingi Traustason gekk úr stjórn og í hans stað kom Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ný í stjórn:

Stjórn SEM
Formaður; Arnar Helgi Lárusson
Ritari; Jóhann Rúnar Kristjánsson
Gjaldkeri; Egill St. Fjeldsted
Meðstjórnandi 1; Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Meðstjórnandi 2; Arna Sigríður Albertsdóttir
Meðstjórnandi 3; Sunna Elvíra Þorkelsdóttir
Meðstjórnandi 4; Aðalbjörg Guðgeirsdóttir

Stjórn H-SEM
Meðstjórnandi 0; Arnar Helgi Lárusson (sjálfkjörinn sem formaður SEM)
Meðstjórnandi 1; Aðalbjörg Guðgeirsdóttir
Meðstjórnandi 2; Árni Geir Árnason
Meðstjórnandi 3; Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Meðstjórnandi 4; Egill St. Fjeldsted
Varastjórnandi 1; Jóna Marvinsdóttir
Varastjórnandi 2; Guðný Guðnadóttir
Varastjórnandi 3; Jóna Kristín Erlendsdóttir

Varastjórnandi 4; Sunna Elvíra Þorkelsdóttir

Að loknum almennum umræðum var fundi slitið. Alls mættu 11 manns, sem er nokkuð færra en á síðasta ári.

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323