SEM logo

SEM logo

SEM logo

stjorn19

Sjúkraþjálfun á Grensási mun bjóða upp á líkamsrækt fyrir fólk með mænuskaða í vetur. Sjúkraþjálfarar leiðbeina og aðstoða í tækjasalnum. Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 15.30 – 17.00. Fyrsti tíminn verður 3. september.

Read more ...

Þann 3. desember næstkomandi, á alþjóðadegi fatlaðra, veitir Öryrkjabandalag Íslands, Hvatningarverðlaun sín, sjá slóð á upplýsingar um verðlaunin.

Tilnefningar fyrir árið 2012 óskast. Veitt verða þrenn verðlaun, ein í hverjum flokki:

  • einstaklings
  • fyrirtækis/stofnunar
  • umfjöllunar/kynningar

Verðlaunin eru veitt til þeirra sem stuðlað hafa að einu samfélagi fyrir alla, sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu.

Rafrænt eyðublað til útfyllingar.

Dagana 21.-28. október 2012 munu Evrópusamtökin um sjálfstætt líf, ENIL, standa fyrir viku löngu námskeiði um hugmyndafræðina um sjálfstætt líf og NPA í samstarfi við Evrópuráðið. Markmið námskeiðsins er að hvetja ungt fatlað fólk til þátttöku í mannréttindabaráttu bæði í sínum heimalöndum og á Evrópuvísu. Einnig að skapa vettvang fyrir ungt fólk til þess að kynnast, deila reynslu sinni og fræðast saman. Áhersla verður lögð á að efla leiðtogahæfni þátttakenda og mynda sterkari tengsl milli ungs fatlaðs fólks innan Evrópu.

Allir þeir sem eru á aldrinum 18-30 ára og tilheyra hópi fatlaðs fólks geta sótt um að taka þátt í námskeiðinu. Þátttakendur þurfa að koma frá landi/ríki sem á sæti í Evrópuráðinu og er Ísland eitt þeirra landa. Námskeiðið mun fara fram á ensku og því er mikilvægt að þátttakendur hafi einhverja enskukunnáttu. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2012.

Read more ...

 

Þann 27 apríl n.k. er Norræni Mænuskaðadagurinn og í því tilefni ætlar SEM að bjóða félagsmönnum sínum til veislu í salarkynnum sínum að Sléttuvegi 3 kl 19:00. Jóna Marvins mun sjá um kræsingarnar og við hin um að skemmta hvort öðru. 

Read more ...

Hið árlega happdrætti SEM samtakanna er hafið að nýju og er þegar búið að dreifa í flest hús á landinu. Einnig eru sölumenn frá samtökunum hér og þar um bæinn að selja miða og óskum við þess að þeim verði vel tekið og að þeim farnist vel í sölunni. Það verður svo dregið 24 febrúar n.k. Vinningsnúmerin verða auglýst í blöðunum og einnig sett inn hér á heimasíðu SEM. 

Landssöfnum SEM og Stöðvar2 og með fulltingi áhugahóps um bætta umferðarmenningu fór fram 7 október eins og auglýst hafði verið. Sýnt var beint og í opinni dagskrá á Stöð2 og voru þau Kolla og Sindri þáttastjórnendur. Á þremur tímum náðist að safna rúmum 18 milljónum í símveri og með 900 númerum. Einnig má búast við að verðmæti vinnuframlaga og efni sem gefin voru skara hátt í 10 milljónir.

 

Hægt er sjá klippur úr söfnuninni á visir.is

  

 

Fyrir 22 árum tók þjóðin höndum saman og færði SEM-samtökunum heila blokk. Nú er húsið okkar allra í niðurníðslu. Íbúar hússins sitja allir í hjólastól - sumir vegna umferðarslysa - aðrir vegna íþróttaslysa eða annarra óhappa. Við vitum ekki hvert okkar gæti orðið næst til að þurfa á SEM-húsinu að halda. Tökum höndum saman á ný, föstudaginn 7. október í söfnunardagskránni Lifum heil á Stöð 2, kl. 19.50 í opinni dagskrá. Gerum við húsið! Dreifðu þessu áfram á alla vini þína og taktu þátt.

SEM samtökin og Stöð tvö gangast fyrir söfnunarútsendingu þann 7. október nk. og verður útsendingin frá Listasafni Reykjavíkur.

Árið 1991 var fjölbýlishús SEM samtakanna tekið í notkun en safnað var fyrir húsinu í fyrstu söfnunarútsendingu í sjónvarpi á Íslandi árið 1989. Alls söfnuðust 12.5 milljónir og annað eins í vinnuframlagi og gjöfum.

Það var Áhugahópur um bætta umferðarmenningu sem stóð að söfnuninni sem stóð í fjórar klukkustundir en þar komu fram landsþekktir listamenn sem allir gáfu vinnu sína í þágu SEM samtakanna.

Nú liggur hús SEM samtakanna undir skemmdum vegna skorts á viðhaldi en SEM samtökin eiga ekki fjármuni til að standa straum af viðgerðum á húsinu og leita því til almennings um stuðning. Í þessari útsendingu geta landsmenn hringt beint inn í söfnunina eða gefið ákveðna upphæð með því að hringja í símanúmer og verður þá tiltekin upphæð skuldfærð á símreikning viðkomandi.

Landsþekktir listamenn koma fram auk þess sem send verða út viðtöl við meðlimi SEM samtakanna sem miðla af reynslu sinni af fötluninni og húsnæðismálum sínum.

Áhugahópur um bætta umferðarmenningu tekur aftur þátt í söfnuninni en meðlimir hópsins eru landsþekktar leikkonur og fjölmiðlakonur. SEM samtökin eru afar þakklát hópnum og Stöð tvö fyrir framlag þeirra til málefna mænuskaddaðra og binda vonir um að söfnunin skili það miklu að hægt verði að gera við húsið þannig að íbúum þess líði vel í húsinu sem þjóðin gaf þeim á eftirminnilegan hátt fyrir tuttugu árum.

Mánudaginn 19. september stóð stýrihópur Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með yfirfærslu á málefnum fatlaðra fyrir starfsdegi sem bar yfirskriftina ,,Þróun þjónustu við fatlað fólk á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar, næstu skref?"

Fundurinn var haldinn á Grand Hótel Reykjavík, á fundinn var boðið stjórnendum og lykilstarfsmönnum Velferðarsviðs í þjónustu við fatlað fólk, nýstofnaðs Skóla- og frístundasviðs, borgarfulltrúum og síðast en ekki síst fulltrúum hagsmunasamtaka og notendum.Rúnar Björn Herrera Þorkelsson fór á fundinn sem fulltrúi Samráðshóps íbúa á sléttuvegi 3, 7 og 9.Þeir sem boðaðir voru á fundinn fengu fyrir fundinn svokallaða stöðuskýrslu sem tekin var saman til undirbúnings á starfsdeginum. Beðið var um að fólkið kynnti sér efni hennar fyrir fundinn með áherslu á að horfa fram á veginn með það markmið að skoða næstu skref í þróun á þjónustu við fatlað fólk á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar. Í skýrslunni er farið yfir hvað hefur verið gert á þeim mánuðum sem liðnir eru frá tilfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga og hver staðan er. Skýrslunni er einnig ætlað að gefa greinargóða yfirsýn af þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík, hverjir notendur þjónustunnar eru og hvað þjónustan kostar.Á starfsdeginum var unnið í hópum og þátttakendum skipt í hópa sem fengu hver sitt umfjöllunarefni. Á fundinum var mikið um jákvæðni og mikið talað um valdeflingu notenda, að notendur hafi meira að segja um sín málefni. Ef hugmyndir og ráð fundarins verða þó ekki nema að hluta til að veruleika, þá eru miklar framfarir framundan.Mannréttindi - Jöfn tækifæri - Sjálfstætt líf!

 

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323