SEM logo

SEM logo

SEM logo

stjorn19

Fimmtudaginn 8. Nóvember verður haldinn félagsfundur SEM-samtakann í samkomusalnum á 4. Hæð SEMa-hússins að Sléttuvegi og hefst fundurinn klukkan 17:30. Á Fundinum verður kynning á rannsóknarverkefni HÍ og Grensás sem felur í sér þróun matstækis sem metur færni einstaklinga með mænuskaða, kynningu á námskeiði í færni og umhirðu hjólastóla. Að lokum mun STOÐ halda kynningu á rafbúnaði fyrir hjólastóla og kynningu á nýjum hjólastólum.

Nánari dagskrá fundarins má sjá hér að neðan.

Á fundinum verður boðið upp á veitingar.

Dagskrá:

17:30
Kynning á rannsóknarverkefni HÍ og Grensás sem felur í sér væðingu matstækis sem metur færni einstaklinga með mænuskaða. Matstækið er notað alþjóðlega og stendur til að nota það í endurhæfingu mænuskaðaðra hérlendis. Anestis sem leiðir rannsóknina mun fara yfir hana og honum til halds og trausts verða þær Gigja og Linda frá Grensás ásamt nemanda frá Námsbraut í sjúkraþjálfun, til þess að skoða möguleikana á þátttöku."

18:15
Kynning á að halda mjög öflugt námskeið í færni og umhirðu hjólastóla, líklegast er um fimm-sjö daga námskeið að ræða þar sem 10-15 manna hópur mun koma saman og gera allt saman 24/5. þetta er af norrænni fyrirmynd. Hákon Atli mun leið verkefnið með dyggri aðstoð Arnars Helga og fleirum.

18:35
Að lokum mun Stoð halda kynningu á rafbúnaði fyrir hjólastóla og einnig kynningu á nýjum hjólastólnum. .

306af

Húsið var byggt fyrir um 30 árum og því tími kominn á að endurnýja íbúðirnar að innan í samræmi við kröfur nútímans um aðgengi og útlit. Íbúðirnar voru byggðar á mjög ódýran máta og farið er að sjá verulega á ýmsu vegna aldurs og ágangs. Einnig hafa ýmis atriði er varða aðgengi fólks í hjólastólum verið til vandræða fyrir íbúa sem komið hafi í ljós með árunum. Baðherbergið var tekið alveg í gegn, skipt var um alla skápa og eldhúsinnréttingu, hurðum skipt út fyrir rennihurðir, skipt var um allt gólfefni, íbúðin skipulögð upp á nýtt til að nýta rýmið betur, ásamt ýmsu öðru. Íbúðina fengu Fannar Freyr Þorbergsson og unnusta hans Kristjana Kristjánsdóttir. Fannar hlaut hálsmænuskaða fyrir um ári síðan og mun íbúðin eflaust reynast þeim vel. Afar mikilvægt er að fólk sem lendir í óvæntum áföllum líkt og að skaddast á mænu hafi aðgang að íbúðum sem henta þeim strax að endurhæfingu lokinni. SEM-húsið gegnir því hlutverki en mjög algengt að mænuskaddaðir einstaklingar nýti sér það sem stökkpall út í lífið.

 • 306
 • 306
 • 306
 • 306a
 • 306
 • 306
 • 306
 • 306
 • 306
 • 306
 • 306
 • 306
 • 306

Kæru félagsmenn SEM og velunnarar

Undanfarnar vikur hefur verið unnið við að færa allt utanumhald um orlofshúsið okkar á Akureyri til betri vegar. Í dag var tekið í notkun vefsvæði sem ber nafnið Frímann, um er að ræða vefsíðu sem auðveldar notendum að panta og sjá hvaða tímabil er laust.
Áhugasömum er bent á að kynna sér þessar breytingar á eftirfarandi vefslóð: http://orlof.is/sem/

Með bestu kveðju,
Orlofsnefnd SEM

41342890 1104615799704134 948166089890594816 o

Eins og áður hefur komið fram þá tóku sjö þátt í Reykjavíkurmaraþoni fyrir hönd SEM og fóru m.a. þrír þeirra heilt maraþon. Alls söfnuðust 778.500 kr. Í þakklætisskyni bauð stjórn SEM þessum einstaklingum til kvöldverðar s.l. fimmtudagskvöld, sem allir þáðu með góðri þökk og úr varð góð kvöldstund. Á næsta ári er von okkar að sömu aðilar taki aftur þátt og fleiri bætist í hópinn.
Enn og aftur þakkar stjórn SEM öllum sem tóku þátt og jafnframt því góða fólki sem styrkti framlag þeirra.

Nú er sumri farið að halla og vetrardagskrá að taka við. Þriðjudaginn 21. ágúst verður fyrsta jafningjafræðsla fyrir komandi vetur fyrir nýslasaða og aðra á Grensás. Fulltrúar SEM samtakanna verða á staðnum alla þriðjudaga í vetur á milli 15:00-17:00.

marathon18

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 18. ágúst en segja má að maraþonið sé undanfari menningarnætur í Reykjavík. Eins og undanfarin ár geta þátttakendur valið góðgerðarfélög til hlaupa fyrir og safna áheitum sem renna svo óskipt til viðkomandi góðgerðafélags. Í ár hlaupa sjö einstaklingar til styrktar S.E.M samtakanna og þegar þetta er skrifað (á þriðjudagseftirmiðdegi) hafa þeir safnað áheitum sem nemur 273 þúsund krónum. Flestum áheitum hefur Leifur Grétarsson safnað eða 159 þúsund krónum.

Þess má geta að tveir einstaklingar sem hlotið hafa mænuskaða, þau Hákon Atli Bjarkason og Jóna Kristín Erlendsdóttir taka þátt í hlaupinu. Við skorum á sem flesta meðlimi í S.E.M samtökunum og aðra velunnara að styrkja þá sem hlaupa fyrir samtökin þetta árið og styðja þannig við starfsemi samtakanna.

Hér má finna upplýsingar um hlaupið og styrkja þessa einstaklinga

Í vetur, eins og undanfarin ár hafa fulltrúar frá SEM samtökunum staðið fyrir jafningjafræðslu fyrir nýslasaða og aðra á Grensás milli kl. 15:00-17:00 á þriðjudögum.
Fræðslan er nú komin í sumarfrí fram í ágúst. 
Nánari upplýsingar um hvenær hún hefst aftur verður auglýst síðar.

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323