SEM logo

SEM logo

SEM logo

stjorn19

Olíu­verzl­un Íslands legg­ur góðum mál­efn­um lið næstu vik­urn­ar með verk­efn­inu Gef­um & gleðjum. Næstu þrjá föstu­daga munu 5 krón­ur af hverj­um seld­um eldsneyt­is­lítra hjá Olís og ÓB renna til Stíga­móta, Styrkt­ar­fé­lags krabba­meins­sjúkra barna og Sam­taka end­ur­hæfðra mænu­skaddaðra. Á milli jóla- og ný­árs mun síðan Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg njóta góðs af verk­efn­inu með sama hætti og í fyrra.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Olís. Þar er vitnað í Sig­ríði Hrefnu Hrafn­kels­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra smá­sölu­sviðs hjá Olís sem seg­ir fyr­ir­tækið telja það sína sam­fé­lags­legu skyldu að leggja góðum mál­efn­um lið.

„Olís hef­ur und­an­far­in ár styrkt með mynd­ar­leg­um hætti fjöl­mörg verk­efni sem áhrif hafa haft á sam­fé­lagið okk­ar hvort held­ur sem um ræðir fé­laga­sam­tök eða íþrótta­fé­lög og því vilj­um við halda áfram. Með því að dæla eldsneyti næstu föstu­daga á Olís eða ÓB stöðvum geta lands­menn all­ir lagt sitt af mörk­um til að styðja við þessi fé­lög. Við vilj­um með þessu verk­efni sýna að fyr­ir­tæki geta lagt sitt af mörk­um og hvetj­um við önn­ur fyr­ir­tæki til að gera slíkt hið sama," er haft eft­ir Sig­ríði.

Þetta er annað árið í röð sem Olís legg­ur góðum mál­efn­um lið með verk­efn­inu Gef­um & gleðjum en á síðasta ári nutu Styrkt­ar­fé­lag barna með ein­hverfu, Mæðra­styrksnefnd, Neist­inn, Styrkt­ar­fé­lag hjartveikra barna, Geðhjálp og Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg góðs af verk­efn­inu en þá söfnuðust yfir 10 millj­ón­ir króna fyr­ir fé­lög­in.

Sig­urður K. Páls­son, markaðsstjóri Olís, Gréta Ingþórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SKB, Arn­ar Helgi Lárus­son, formaður SEM sam­tak­anna, Kar­en Linda Ei­ríks­dótt­ir, ráðgjafi hjá Stíga­mót­um, Gunn­ar Stef­áns­son, skrif­stofu­stjóri Lands­bjarg­ar, og Sig­ríður Hrefna Hrafn­kels­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri smá­sölu­sviðs hjá Olís.

Aðalfundur SEM og H-SEM verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl 2016 kl 19:00 í salnum í SEM húsinu að Sléttuvegi 3.

Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins.

a) Skýrsla stjórnar SEM um störf félagsins á liðnu starfsári.
b) Skýrsla stjórnar H-SEM.
c) Skýrslur annarra nefnda eða fulltrúa félagsins.
d) Endurskoðaðir reikningar félagsins.
e) Reikningar H-SEM lagðir fram til kynningar.
f) Árgjald félagsins ákveðið.
g) Lagabreytingar.
h) Kosning stjórnarmanna fyrir þá sem lokið hafa setu í stjórn.
i) Kosning fulltrúa í H-SEM fyrir þá sem lokið hafa kjörtímabili.
j) Kosning fulltrúa í aðastjórn ÖBÍ og 2 varamenn.
k) Kosning í fulltrúaráð ÖBÍ: 2 fulltrúar og 2 til vara.
l) Kosning endurskoðenda.
m) Kosning í orlofshúsanefnd.
n) Kosning fjáröflunarnefndar.
o) Kosning ritnefndar.
p) Kosning annara nefnda.
q) Önnur mál.
r) Starfstilhögun nýkjörinnar stjórnar.

Í ár á samkvæmt samþykktum SEM og HSEM að kjósa:

  • Í stjórn SEM, formann, ritara, tvo meðstjórnendur og tvo varamenn.
  • Í stjórn H-SEM, tvo meðstjórnendur og tvo varamenn

Við hvetjum alla nýja og eldri félagsmenn til þess að bjóða sig fram í stjórnir og nefndir, til að koma inn með ferskar og nýjar hugmyndir og halda áfram að bæta félagið.

 

Bestu kveðjur,
Stjórnin

1235536 10153190524875217 120761817 nSEM hefur undanfarin ár fengið styrki frá hjólreiðafélaginu Hjólamenn. Félagið er eins og nafnið gefur til kynna félag fólks sem hefur áhuga á hjólreiðum. Félagið Hjólamenn heldur árlega viðburð sem kallast Jökulmílan þar sem hjólað er í einn hring meðfram strandlengju Snæfellsness og er þessi styrkur hluti af skráningargjaldi viðburðarins.

Styrkurinn frá þeim þetta árið (2015) hljóðar upp á 75.500 kr og er ætlaður til þess að styrkja félagsmenn SEM við hjólaiðkun.

Stjórn SEM samtakanna óskar eftir umsóknum um styrki og mun ákveða hvernig fjármagninu verður varið út frá þeim umsóknum sem berast. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 1. apríl 2016.

Sækja um

Happdrætti Húsnæðisfélags S.E.M.
Útdráttur 24.feb 2016

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í happdrættinu innilega fyrir stuðninginn

Skoða vinninga

Ágætu SEMarar, SEM samtökin hafa fest kaup á nýrri orlofsíbúð á Akureyri sem er í byggingu núna og verður að öllum líkindum afhent í júní 2016. Í framhaldi af sölu Litla Skyggnis í Úthlíð í febrúar/mars árið 2015 var farin sú leið að skoða eignir norður á Akureyri með samþykki aðalfundar SEM 2015. Hluti af stjórn SEM fór norður í okt/nóv 2015 að skoða nokkrar eignir og á endanum var tekin ákvörðun að festa kaup á Kjarnagötu 41 íbúð 202. Íbúð þessi er 102 fm. og með 4 herbergjum. Verðmiðinn á þessari eign er um 28,4 millj. króna plús/mínus kostnaður vegna breytinga. Íbúð þessi er á annari hæð í sameign með 8 öðrum íbúðum. Aðgengi og viðvera okkar á að vera með besta móti þar sem við komumst inn í kaup á íbúð fljótlega eftir að eign varð fokheld. Stjórn SEM vonar að allt verði klárt til útleigu til félagsmanna um mitt sumar 2016, en það verður auglýst um leið og við verðum klár.

Sjá myndir sem teknar voru 27. janúar 2016.

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér á vef byggingaverktakans
Stjórn SEM

Kjarnagata 41

Stjórn SEM (samtök endurhæfðra mænuskaddaðra) skorar á stjórnarandstöðuna í breytingartillögu sinni til fjárlagafrumvarpsins að bæta líf skyn- og hreyfihamlaðra.

Líkt og það að stjórnarandstaðan hefur sett sér það markmið að bæta kjör ellilífeyris- og örorkuþega um 5305 milljónir viljum við að jafnræðis verði gætt og þeir sem eru skyn- og hreyfihamlaðir fái að búa við sömu réttindi og aðrir, og óskum við þess vegna eftir því að 5305 milljónir verði settar í það að bæta líf skyn- og hreyfihamlaðra til jafns við aðra. Fólk með skyn- og hreyfihamlanir hefur setið eftir á sviði mannréttinda og jafnræðis. Til að mynda er manneskja með skyn- og hreyfihömlun með miklu hærri framfæslukostnað vegna þjónustu- og aðgengisleysis í samfélaginu og stór hluti tekna þeirra fer í það borga í hjálpartækjum, túlkum og nauðsynjavörum sem fylgja skyn- og hreyfihömlun.

Stjórn SEM

arnarhKjarabætur fyrir fólk með skyn- og hreyfihömlun myndi lítið sem ekkert bæta lífsgæði okkar miðað við aðrar hindranir sem standa okkur í vegi.

Það sem bætir lífsgæði okkar er geta verið þátttakandi í samfélaginu, geta tjáð sig og hlýtt á aðra.

Samfélagsleg einangrun er ekki hægt að bæta upp með krónum og aurum, því skora ég á þá þingmenn og ráðamenn þjóðarinnar sem vilja gera fötluðu fólki lífið eitthvað einfaldara að tryggja okkur aðgang að túlkum, aðgengi að byggingum og aðstoð innan sem utan heimilis. Það er einmitt á svona dögum sem við erum algjörlega einangruð frá samfélaginu vegna hörmulegrar þjónustu hjá bæði ríki og sveitarfélögum við skyn- og hreyfihamlaða og þurfum við oftar en ekki að húka heima hjá okkur vegna þess að við fáum ekki nauðsynlega þjónustu við mokstur eða leiðsögn milli staða og umhverfið er okkur orðið hættulegt.

Það að vera skyn- og hreyfihamlaður hefur verulega aukinn kostnað í för með sér sem oft er ekki rætt um. Hafa ber í huga að þessi hópur er ekki allur á örorkubótum og margir þurfa þess vegna að koma sér til og frá vinnu sem verður oft til þess að þegar búið er að borga verktakanum fyrir að moka innkeyrsluna hjá sér eða skafa bílinn eða láta fylgja sér í vinnu og heim, þá er dagurinn kominn í mínus og þetta kallar maður mínusdaga. Á Íslandi eru margir mínusdagar og þeir verða til þess að fatlaður einstaklingur með skyn- og hreyfihömlun, sem er með fín laun er farinn að hafa minna en örorkubætur. Þar að auki þarf dýrara húsnæði sökum þess að það þarf að vera stærra vegna fötlunarinnar og greiða þar af leiðandi hærri fasteignargjöld sökum stærðar hússins, greiða fyrir þrif á heimilinu, greiða meiri bensínkostnað þar sem bíllinn sem sumir þurfa að nota myndu kallast rútur hjá öðrum. Einnig er oft þörf fyrir aukabíl þar sem það er ekki pláss fyrir restina af fjölskyldunni með í bílnum vegna aukabúnaðar. Auk þess þarf að greiða fyrir ýmsan aukabúnað og þau hjálpartæki og aðrar nauðsynjavörur vegna fötlunarinnar sem eru ekki alltaf að fullu niðurgreiddar af ríkinu. Tugir þúsunda í lyfja- og lækniskostnað, myndatökur og rannsóknir af ýmsum toga, þar sem skyn- og hreyfihamlaðir gera sér oftar en ekki grein fyrir því hvort þeir séu með flensu eða fársjúkir og liggja við dauðans dyr.

Ef það á að fara að tala um jafnrétti, þá verður að tala um jafnrétti alla leið. Það að vera lesblindur eða með athyglisbrest og/eða einhvern sjúkdóm sem hægt er að halda niðri með lyfjum getur ekki talist til jafns við það að vera með skyn- og/eða hreyfihömlun og það veit vel sá sem hér skrifar því þetta eru að eins og aukverkanir hjá mér, sem hægt er að lifa með.

Ég skora því hér með á stjórnvöld að skoða vel hvar þörfin er mest, hverjir eru með mestu skerðingarnar og halda frekar aukakostnaði niðri hjá því fólki, því það skiptir okkur minna máli ef við fáum einni krónu meira eða minna. Það skiptir okkur stórmáli hvort við greiðum tugi þúsunda í allskonar aukakostnað sem fylgir því að vera skyn- og hreyfihamlaður.

Kær kveðja Arnar Helgi
Formaður SEM samtakanna

403x213Í ljósi þess afhroðs sem ÖBÍ hefur orðið fyrir í undirskrifasöfnun um að löggilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, undirskriftasöfnunin er búin að taka marga mánuði og hefur sennilega kostað margar milljónir í að kynna. Er vert að velta ákveðnum spurningum fram.

Hvað segir það okkur þegar að regnhlífasamtök sem telja yfir 30 þúsund manns, fá aðeins 17 þúsund undirskriftir á landsvísu eftir margra mánaða herferð í söfnun undiskrifta. T.d. það að mjög líklega er aðeins lítill hluti þeirra sem eru innan ÖBÍ tilbúnir að samþykkja samninginn, við verðum að gefa okkur það að alla vega helmingur þeirra sem skrifar undir, séu ekki í ÖBÍ.

Væru 30 þúsund manns aðilar að ÖBÍ ef það væru ekki að koma ríflega 400 milljónir inn til ÖBÍ á ári frá Lottó og því skipt niður eftir fjölda félaga og svo eftir félagatali þeirra?

Er í raun hægt að tala um minnihluta félag þegar það er verið að tala um ein stærstu félagasamtök Íslands, sem 9% þjóðarinnar er aðili að?

Væri ekki eðlilegra að þessum fjármunum væri skipt beint niður á þá sem þurfa á að halda og sleppa þessum afætum sem eru oft með margföld laun öryrkja, sem veldur því að þessar 400 milljónir enda í ekki nema 200 milljónum til þeirra sem þurfa á að halda.

Væri ekki eðlilegra að nota þessa fjármuni í að borga fyrir námsgögn fyrir þá sem fá ekki sömu námsmöguleika og aðrir vegna fötlunar, eða til þess að tryggja það að skólar landsins séu aðgengilegir öllum?

Væri ekki bara það besta sem gæti komið fyrir ÖBí að Lottó-hluturinn færi burt og þá yrði að öllum líkindum eftir það fólk sem tilbúið væri að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Er félagafjöldi ÖBÍ raunverurlegur? Eða eru þetta sömu aðilar í mörgum félögum til þess að ná félagafjöldanum upp, svo félögin hafi meira vægi innan ÖBÍ og geta þess vegna fengið hærri styrki.

Hvar er þessi samstaða sem formaður ÖBÍ talar um í grein sem hún lét vinna fyrir sig og er birt í Fréttablaðinu,? Þar er allt látið líta út eins og allt sé í blóma og himna lagi.

Er formaður ÖBÍ ekki bara að nota ÖBÍ sem stökkpall til sinnar pólitísku framtíðar?

Stjórn SEM ályktar svo, að það sé mikil óánægja við vinnubrögð stjórnar ÖBÍ og telur að fólk með raunverulegar fatlanir sé óánægt með störf samtakana.

Er ekki ÖBÍ bara orðið svo klofið að það nær aldrei árangri vegna endalauss ágreinings inn á við?

 

Stjórn SEM samtakana

SEM samtökin settu í gang jafningjafræðslu í febrúar 2014 þar sem fulltrúar samtakanna mæta á Grensásdeild á hverjum þriðjudegi á milli 15:00 og 17:00.

Breiður hópur sinnir þessu verkefni svo um mikinn reynslubanka er að ræða.

Jafningjafræðsla þessi er bæði ætluð nýjum sem eldri mænusködduðum þar sem hægt er að ræða ýmislegt, allt frá vali hjálpartækja, til vandamála daglegs lífs, hvort sem er líkamlega eða andlega.

Einnig geta aðstandendur og annað hreyfihamlað fólk komið og rætt málin.

Í hverri viku munum við vera til taks á kaffistofunni á 1.hæð.

Allir með mænutengdan skaða geta gengið í félag SEM, td. Fólk með klofinn hrygg eða fólk sem lent hefur í slysi eða veikindum.

Allir velkomnir.

Hægt er að hafa samband við Arnar formann SEM í síma 823-3007 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

mæa

Sjúkratryggingar Íslands reka þjónustuverkstæði fyrir hálpartæki af ýmsum toga, hjálpartæki sem eru ætluð til þess að fatlaður einstaklingur geti komist nær því að öðlast sjálfstæðara og heilbrigðara líf en ella. Þetta er búnaður sem er flestum okkar lífsnauðsynlegur í því samfélagi sem við búum í, annað hvort til þess að tjá okkur aða komast leiða okkar.

Í mínu tifelli er hjólastóll mitt aðalhjálpartæki og ef hann er ekki virkur þá er allt í mínu lífi óumberanlegt og ólíðandi að öllu leyti. Ég kemst ekkert án hjólastólsins, þá er allt frá því að fara á klósettið og til þess að sækja krakkana mína í leikskóla eða fara í vinnu orðið ómögulegt. Þetta virðist vefjast mjög mikið fyrir stjórnendum Sjúkratrygginga Íslands, því þeir virðast ekki skilja að þetta er oftast nær okkur lífs nauðsynlegur búnaður sem er í stöðugri notkun allan sólahringinn. Það virðist svo vefjast enn meira fyrir þeim, að við séum ekki bara heima hjá okkur að bíða eftir því að geta komið með búnaðinn okkar í viðgerð á milli klukkan 10-13 í svokallaða sumaropnun, en þess má geta að venjulegur opnunartími er kl 10-15, eins og það breyti öllu. Að bjóða okkur uppá þennan rýra opnunartíma og enga neyðarþjónustu er fáránlegt og algjörlega vanhugsað hjá stjórnundum Sjúkratrygginga Íslands, sem virðast ekki gera sér grein fyrir hverja þeir eru að vinna fyrir og hverjum þeir eiga að þjóna. Á þessum tíma eru mjög margir hjálpartækjanotendur í vinnu, enduhæfingu, sjúkraþjálfun, sinna börnum sínum o.s.frv.

Read more ...

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323