SEM logo

SEM logo

SEM logo

stjorn19

403x213Í ljósi þess afhroðs sem ÖBÍ hefur orðið fyrir í undirskrifasöfnun um að löggilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, undirskriftasöfnunin er búin að taka marga mánuði og hefur sennilega kostað margar milljónir í að kynna. Er vert að velta ákveðnum spurningum fram.

Hvað segir það okkur þegar að regnhlífasamtök sem telja yfir 30 þúsund manns, fá aðeins 17 þúsund undirskriftir á landsvísu eftir margra mánaða herferð í söfnun undiskrifta. T.d. það að mjög líklega er aðeins lítill hluti þeirra sem eru innan ÖBÍ tilbúnir að samþykkja samninginn, við verðum að gefa okkur það að alla vega helmingur þeirra sem skrifar undir, séu ekki í ÖBÍ.

Væru 30 þúsund manns aðilar að ÖBÍ ef það væru ekki að koma ríflega 400 milljónir inn til ÖBÍ á ári frá Lottó og því skipt niður eftir fjölda félaga og svo eftir félagatali þeirra?

Er í raun hægt að tala um minnihluta félag þegar það er verið að tala um ein stærstu félagasamtök Íslands, sem 9% þjóðarinnar er aðili að?

Væri ekki eðlilegra að þessum fjármunum væri skipt beint niður á þá sem þurfa á að halda og sleppa þessum afætum sem eru oft með margföld laun öryrkja, sem veldur því að þessar 400 milljónir enda í ekki nema 200 milljónum til þeirra sem þurfa á að halda.

Væri ekki eðlilegra að nota þessa fjármuni í að borga fyrir námsgögn fyrir þá sem fá ekki sömu námsmöguleika og aðrir vegna fötlunar, eða til þess að tryggja það að skólar landsins séu aðgengilegir öllum?

Væri ekki bara það besta sem gæti komið fyrir ÖBí að Lottó-hluturinn færi burt og þá yrði að öllum líkindum eftir það fólk sem tilbúið væri að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Er félagafjöldi ÖBÍ raunverurlegur? Eða eru þetta sömu aðilar í mörgum félögum til þess að ná félagafjöldanum upp, svo félögin hafi meira vægi innan ÖBÍ og geta þess vegna fengið hærri styrki.

Hvar er þessi samstaða sem formaður ÖBÍ talar um í grein sem hún lét vinna fyrir sig og er birt í Fréttablaðinu,? Þar er allt látið líta út eins og allt sé í blóma og himna lagi.

Er formaður ÖBÍ ekki bara að nota ÖBÍ sem stökkpall til sinnar pólitísku framtíðar?

Stjórn SEM ályktar svo, að það sé mikil óánægja við vinnubrögð stjórnar ÖBÍ og telur að fólk með raunverulegar fatlanir sé óánægt með störf samtakana.

Er ekki ÖBÍ bara orðið svo klofið að það nær aldrei árangri vegna endalauss ágreinings inn á við?

 

Stjórn SEM samtakana

SEM samtökin settu í gang jafningjafræðslu í febrúar 2014 þar sem fulltrúar samtakanna mæta á Grensásdeild á hverjum þriðjudegi á milli 15:00 og 17:00.

Breiður hópur sinnir þessu verkefni svo um mikinn reynslubanka er að ræða.

Jafningjafræðsla þessi er bæði ætluð nýjum sem eldri mænusködduðum þar sem hægt er að ræða ýmislegt, allt frá vali hjálpartækja, til vandamála daglegs lífs, hvort sem er líkamlega eða andlega.

Einnig geta aðstandendur og annað hreyfihamlað fólk komið og rætt málin.

Í hverri viku munum við vera til taks á kaffistofunni á 1.hæð.

Allir með mænutengdan skaða geta gengið í félag SEM, td. Fólk með klofinn hrygg eða fólk sem lent hefur í slysi eða veikindum.

Allir velkomnir.

Hægt er að hafa samband við Arnar formann SEM í síma 823-3007 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

mæa

Sjúkratryggingar Íslands reka þjónustuverkstæði fyrir hálpartæki af ýmsum toga, hjálpartæki sem eru ætluð til þess að fatlaður einstaklingur geti komist nær því að öðlast sjálfstæðara og heilbrigðara líf en ella. Þetta er búnaður sem er flestum okkar lífsnauðsynlegur í því samfélagi sem við búum í, annað hvort til þess að tjá okkur aða komast leiða okkar.

Í mínu tifelli er hjólastóll mitt aðalhjálpartæki og ef hann er ekki virkur þá er allt í mínu lífi óumberanlegt og ólíðandi að öllu leyti. Ég kemst ekkert án hjólastólsins, þá er allt frá því að fara á klósettið og til þess að sækja krakkana mína í leikskóla eða fara í vinnu orðið ómögulegt. Þetta virðist vefjast mjög mikið fyrir stjórnendum Sjúkratrygginga Íslands, því þeir virðast ekki skilja að þetta er oftast nær okkur lífs nauðsynlegur búnaður sem er í stöðugri notkun allan sólahringinn. Það virðist svo vefjast enn meira fyrir þeim, að við séum ekki bara heima hjá okkur að bíða eftir því að geta komið með búnaðinn okkar í viðgerð á milli klukkan 10-13 í svokallaða sumaropnun, en þess má geta að venjulegur opnunartími er kl 10-15, eins og það breyti öllu. Að bjóða okkur uppá þennan rýra opnunartíma og enga neyðarþjónustu er fáránlegt og algjörlega vanhugsað hjá stjórnundum Sjúkratrygginga Íslands, sem virðast ekki gera sér grein fyrir hverja þeir eru að vinna fyrir og hverjum þeir eiga að þjóna. Á þessum tíma eru mjög margir hjálpartækjanotendur í vinnu, enduhæfingu, sjúkraþjálfun, sinna börnum sínum o.s.frv.

Read more ...

10676114 633656573414984 1480228714127648731 nEitt af aðalmálum SEM að undanförnu hefur verið að tryggja betra aðgengi fatlaðs fólks í samfélaginu. Nýverið átti sér stað jákvæð þróun í þeim málum. Formaður SEM, Arnar Helgi Lárusson, formaður MND – félags Íslands, Guðjón Sigurðsson og varaformaður Sjálfsbjargar, Bergur Þorri Benjamínsson, áttu fund með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis miðvikudaginn 22. apríl. Tilgangurinn var að hvetja þingmenn til að útbúa þingsályktunartillögu um bætt aðgengi í samfélaginu.

Bygginareglugerðir um aðgengi hefur verið til staðar frá 1979 en vandamálið hefur verið skortur á eftirliti með því. Það hefur því þýtt að aðgengi fyrir hjólastóla er verulega ábótavant en flest húsnæði á Íslandi eru óaðgengileg fyrir þennan hóp. Á fundinum var lagt fram að sett yrði á eftirlit með aðgengi líkt og er gert með eldvarnareftirlit og heilbrigðiseftirlit til að tryggja að farið væri eftir þessum lögum.

Read more ...

JökulmílanSamtökunum hefur borist styrkur frá hjólreiðafélaginu Hjólamenn. Félagið er eins og nafnið gefur til kynna félag fólks sem hefur áhuga á hjólreiðum. Hjólamenn halda árlega viðburð sem kallast Jökulmílan þar sem hjólað er í einn hring meðfram strandlengju Snæfellsness og er þessi styrkur hluti af skráningargjaldi viðburðarins. Styrkurinn frá þeim er upp á 40.000 kr þetta árið og er ætlaður til að styrkja félagsmenn við hjólakaup.

Stjórn SEM samtakanna óskar hér með eftir umsóknum um styrki og mun ákveða hvernig fjármagninu verður varið út frá þeim umsóknum sem berast. Umsóknir þurfa að hafa borist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20. nóvember.

Kveðja
Stjórnin

Arnar Helgi Lárusson formaður SEM skilaði þremur formlegum kvörtunum inn til Mannvirkjastofnunar í morgun og tók Ingibjörg lögfræðingur mannvirkjastofnunar (MVS) við þeim.Arnar afhendir formlega kvörtun

Það er löngu tímabært að skila þessu inn og kvarta yfir slökum vinnubrögðum byggingafulltrúa og stjórnsýslu bæjarins. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Arnar skilar inn kvörtun til þeirra en þó fyrsta formlega kvörtunin þar sem það getur reynst þrautinni þyngra að koma kvörtun áleiðis í gegnum kerfið. En til þess að kvartanir uppfylli skilyrði MVS þurfa að fylgja teikningar af viðkomandi húsi og ýmis fylgigögn. Það getur verið flókið og erfitt að fá þau gögn sem þarf frá bæjarfélögum.

Arnar óskar eftir því í kvörtuninni að þessir staðir missi starfsleyfi og að byggingarfulltrúinn á svæðinu verði gerður ábyrgur fyrir þessum slóðaskap en einnig virðist það vera landlægt hjá Reykjanesbæ að leyfa lista- og skemmtiviðburði í húsum bæjarins sem hafa ekki starfsleyfi og eru hreinar slysa- og brunagildrur og enginn segir neitt.

Read more ...

Mánudaginn 28 apríl 2014 var haldinn aðalfundur SEM. Á fundinum var farið yfir störf félagsins síðastliðið ár. En þar má nefna jafningjafræðsla á Grensás, herbergi til leigu, íþróttastyrkur og baráttu í aðgengismálum. Einnig voru samþykktir félagsins teknar fyrir og samkæmt þeim voru nýjar samþykktir kynntar í vetur sem svo voru samþykktar af félagsfundi þann xx apríl og staðfestar á aðalfundinum.

Helstu breytingar á samþykktunum voru að nú geta allir sem hlotið hafa varanlegan mænuskaða gerst meðlimir hvort sem þeir hlutu skaðann við leik, störf, veikindi eða aðrar aðstæður. Aðrar breytingar voru helst uppröðun, uppsetning og orðalag. Þó voru nokkrar smávægilegar breytingar hægt er að skoða nýju og gömlu samþykktirnar til að bera þær saman.

Engar breytingar urðu á stjórn SEM, en í H-SEM kom Aðalbjörg ný inn sem varamaður í stað Ágústu sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu. Við þökkum Ágústu fyrir störf hennar í þágu félagsins og óskum henni góðs gengis.

Stjórnin þakkar fyrir góðan fund og óskar öllum gleðilegs sumars.

Góðan daginn og gleðilegt sumar kæri félagi

Ég skrifa þér í von um að sjá þig og þína félagsmenn í göngunni fimmtudaginn næstkomandi eða 1. maí. Í ár höfum við ákveðið að setja baráttuna um fordómalaust samfélag – betra samfélag fyrir alla á oddinn. Við ætlum að nýta okkur þá jákvæðu tóna sem eru í Eurovisionlagi Pollapönkaranna þar sem í textanum segir; „Burt með fordóma".

Með því að uppræta fordóma í samfélaginu fáum við betri skilning og stuðning við okkar baráttumál. Fordómalaust samfélag hlýtur að vera samfélag mannréttinda og velferðar þar sem fólk nýtur skilnings og stuðnings á alla vegu.

Gönguhópurinn okkar verður litríkur þetta árið og það gerum við með því að gefa öllu göngufólki „buff" (efnisstrokkur til að hafa á höfði eða um háls). Buffið verður með áletrun og marglitum táknmyndum meðal annars þeim sem sjást hér í bréfsefninu. Myndirnar vísa til fjölbreytileika samfélagsins og minnir á að fólk er allskonar, þar á meðal fatlað fólk. Áletrunin á buffinu segir „Burt með fordóma" og „Betra samfélag".

Þá höfum við einnig látið útbúa forgönguborða sem er um 4 metrar á breidd og með sömu myndum og áletrun og buffið, auk þess verða öll aðildarfélögin þar upptalin. Forgönguborðinn verður borinn fremst í okkar gönguhópi.

OB facebook coverphoto

Hlakka til að sjá þig þann 1. maí

Hvar: Á planinu við Arionbanka við Hlemm.

Hverjir: Allir sem vilja fordómalaust og betra samfélag.

Klukkan: 13 ætlum við að hittast en gangan hefst kl. 13:30.

Hvert: Niður Laugaveginn, út Bankastrætið, Austurstrætið og að Ingólfstorgi þar sem formleg dagskrá hefst kl. 14:10.

Styttri leið: Þeir sem vilja stytta sér leið geta hist við klukkuna á Lækjartorgi og slegist í hópinn þegar hann nálgast.

Gerum daginn góðan og fáum fjölskyldu og vini til þátttöku. Saman erum við sterkari !

Baráttukveðjur,

Ellen Calmon formaður ÖBÍ

Í dag er Norræni mænuskaðadagurinn sem haldinn er á hverju ári síðasta föstudag apríl mánaðar. Dagurinn er ætlaður til þess að vekja athygli á málefnum sem tengjast því að lifa með mænuskaða. Í dag stöðu SEM-samtökin ásamt MND félaginu, MS félaginu og Sjálfsbjörgu fyrir því að birta auglýsingu þar sem almenningur og fyrirtæki eru hvött til þess að gæta betur að aðgengismálum, enda hefur slæmt aðgengi bein eða óbein áhrif á stóran hluta þjóðarinnar.

 Ýtið á full-screen takkann i hægra horninu til þess að sjá myndina í fullri stærð

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323