SEM logo

SEM logo

SEM logo

stjorn19

Oft hefur verið rætt um að inngönguskilyrðin inn í félagið hafi verið skilgreind of þröngt. Stjórnin hefur fundið fyrir miklum vilja hjá félagsmönnum til þess að opna félagið fyrir öðrum mænusködduðum einstaklingum. Við teljum að með því muni félagið eflast og dafna.

Aðrar breytingar á lögunum eru að mestu enduruppröðun.

Við hvetjum félagsmenn til þess að skoða tillöguna, bera hana saman við núgildandi samþykktir og koma með tillögur að breytingu ef eitthvað má betur fara.

samthykktir_tillogur.pdf

Stjórnin

SEM samtökin hafa sett í gang jafningjafræðslu þar sem fulltrúar samtakanna munu mæta á Grensásdeild á hverjum þriðjudegi á milli 15:00 og 17:00. Breiður hópur mun sinna þessu verkefni svo um mikinn reynslubanka er að ræða.

Jafningjafræðsla þessi er bæði ætluð nýjum sem gömlum mænusködduðum þar sem hægt er að ræða ýmislegt, allt frá vali hjálpartækja, til vandamála daglegs lífs, hvort sem er líkamlega eða andlega. Einnig geta aðstandendur og annað hreyfihamlað fólk komið og rætt málin ef þau vilja.

Þessu er háttað þannig að í hverri viku koma tveir mænuskaddaðir einstaklingar frá samtökunum og munu vera til taks í kaffistofunni á fyrstu hæð. Um er að ræða 8 einstaklinga af báðum kynjum og með mismunandi hæð á mænuskaða. Eftirfarandi einstaklingar munu mæta samkvæmt dagskrá.

Untitled-111. febrúar 2014 Arnar og Jói
18. febrúar 2014 Arna og Agnar
25. febrúar 2014 Kristín og Rúnar
4. mars 2014 Víðir og Viddi
11. mars 2014 Arnar og Jói
18. mars 2014 Arna og Agnar
25. mars 2014 Kristín og Rúnar
1. apríl 2014 Víðir og Viddi
8. apríl 2014 Arnar og Jói
15. apríl 2014 Arna og Agnar
22. apríl 2014 Kristín og Rúnar
29. apríl 2014 Víðir og Viddi

Óskað er eftir sex þátttakendum í rannsókn á upplifun og reynslu einstaklinga með mænuskaða af breytingum á daglegri iðju í kjölfar skaðans. Rannsókn þessi er hluti af lokaverkefni nemenda í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri vorið 2014. Um er að ræða eigindlega viðtalsrannsókn og leitað er eftir þátttöku einstaklinga á aldrinum 25-55 ára sem hlutu alskaða (e. complete) á brjósthrygg (e.thoracic) eða lendarhrygg (e.lumbar ) fyrir a.m.k. 3 árum.

Viðtölin taka um klukkustund og fara fram á þeim stað sem viðmælendur óska. Þau verða hljóðrituð og upptökum eytt eftir að hafa verið afrituð orðrétt. Í afrituninni er nöfnum og staðarháttum breytt svo ekki sé unnt að rekja niðurstöður rannsóknarinnar til ákveðinna einstaklinga. Allar upplýsingar sem þátttakendur veita í viðtölunum, verða meðhöndlaðar samkvæmt ströngustu reglum um trúnað og nafnleynd og farið að íslenskum lögum varðandi persónuvernd, vinnslu og eyðingu frumgagna. Rannsóknargögn verða varðveitt á öruggum stað á meðan rannsókn stendur. Frumgögnum, ljósritum, hljóðupptökum og tölvugögnum verður eytt að rannsókn lokinni. Niðurstöður rannsóknarinnar verða allar ópersónugreinanlegar.

Tekið skal fram að þátttakendum er ekki skylt að taka þátt í rannsókninni og geta hætt án útskýringa hvenær sem er. Þeir sem eru tilbúnir til að taka þátt í rannsókninni hafi samband við undirritaða nemendur.

Með von um góðar undirtektir

4. árs nemar í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri.

Read more ...

Í tilefni af alþjóðadegi fatlaðra þann 3.desember áttu fulltrúar SEM samtakanna og Sjálfsbjargar fund með fjórum ráðherra á Alþingi til að ræða um bílastyrki. Var bent á að hækka þyrfti bílastyrki þar sem að bíllinn væri mörgum fötluðum eitt helsta hjálpartækið.

Rætt var við Arnar Helga Lárusson formann SEM samtakanna og Berg Þorra Benjamínsson málefnafulltrúa Sjálfbjargar í fréttum Ríkissjónvarpsins um málið. Arnar sagði frá örðugleikum sínum að fá bílastyrk fyrir lyftubíl. Hann hafði í fyrstu fengið samþykki en það var dregið til baka því hann var of vel á sig líkamlega kominn þrátt fyrir það að geta ekki spennt beltin á börn sín þegar hann er á ferðinni. Hann er mjög ósáttur með það þar sem að hann þarf að treysta á aðra með að festa beltin á yngstu börnum sínum, þar á meðal elsta syni sínum sem er sjö ára.alþjóðadegi fatlaðra þann 3.desember áttu fulltrúar SEM samtakanna og Sjálfsbjargar fund með fjórum ráðherra á Alþingi til að ræða um bílastyrki

Bergur Þorri kvaðst þokkalega ánægður með viðbrögð ráðherra en minnti á að tími væri kominn á úrbætur því að kerfið hefði á síðastliðnum 15 ára verið að molna niður í stað þess að batna.

Í sama fréttatíma var einnig minnst á hvatningarverðlaun Öryrkjabandlagsins sem voru veitt í tilefni dagsins. Margrét N. Norðdal hlaut verðlaun fyrir listahátíðina List án landamæra og kaffihúsið GÆS fyrir að koma á fót rekstri sem braut niður múra í vinnumálum þroskahamlaðra.

Að lokum var fjallað um aðgengismál á Reyðarfirði. Kaffihús sem er í nýju húsnæði hefur ekki aðgengi fyrir fatlaða því það þurfti ekki að uppfylla kröfur um aðgengi þar sem um er að ræða viðbyggingu við eldra hús. Rætt er við Vilmund Þórarinsson, fatlaðan mann sem býr á Reyðarfirði og þykir það miður að geta ekki hitt fólk á kaffihúsinu eins og aðrir. "Það eru mörg höft sem við þurfum að búa við, því er verr og það væri gott ef hægt væri að gera einhverjar breytingar á því til að hægt væri að hafa betra aðgengi" bendir hann réttilega á í lokin og SEM-samtökin taka innilega undir orð hans.

 

Hér er hægt að horfa á fréttabrotið hjá RÚV

IMG 1323

Haldinn var félagsfundur mánudaginn 4. nóvember 2013. Þetta er fyrsti félagsfundurinn sem ný stjórn heldur og er það áhugavert hversu vel mætt var á fundinn. Á fundinum kynnti stjórnin þau verkefni sem hún hefur unnið að það sem af er hausti. Þar má meðal annars nefna Grensásverkefnið, líkamsræktarstyrkir, úttekt á sumarbústað og kynning á lagarbreytingum. Einnig komu gestir með kynningu á vefsíðunni www.accessiceland.is og svo var rætt um framkvæmdir á SEM húsinu sem eru komnar á fullt skrið.

1. Fundur settur.

2. Líkamsræktar styrkir kynntir.

3. Kynning á Grensásverkefni.

4. Kynning á „Gott aðgengi / Access Iceland"

5. Framtíð Litla Skyggnis; sumarbústaður SEM.

6. Kynning á lagabreytingum SEM.

7. Hver er framtíð SEM innan ÖBÍ og hvað viljum við að SEM geri fyrir okkur.

8. Framkvæmdir að Sléttuvegi 3, Jón Eiríks formaður H-SEM fór yfir stöðu mála.

9. Fundi slitið.

Read more ...

Arnar Helgi Lárusson Formaður SEMÉg ætla að varpa fram sprengju!

Í ljósi þess að ég er lesblindur, ofvirkur og að öllum líkindum með athyglisbrest vil ég byrja á því að benda ykkur á það að ég hef alla ævi talið það vera kost frekar en ókost og hvað þá fötlun. Ég er fæddur og uppalinn í Keflavík og ég fann mig aldrei í skóla og hef í raun ekki tölu á því hversu oft ég var rekinn úr skóla og á endanum kláraði ég aldrei skóla. Ungum bauðst mér pláss á sjó og frá þeim degi og til dagsins í dag hef ég haft vinnu og nóg við að hafast. Þessu vil ég þakka þessum kostum sem sem ég taldi upp hér á undan, sem eru lesblinda, ofvirkni og athyglisbrestur, að ég lærði að fara mínar eigin leiðir.

Árið 2002 lenti ég í alvarlegu umferðaslysi og lamaðist fyrir neðan brjóst, og með mínum kostum tókst mér að ljúka sjúkrahúsdvöl minni og endurhæfingu á þremur mánuðum og þess má geta að ég braut meðal annars fimm hryggjaliði. Áður en að ég slasaðist hafði enginn mænuskaði klárað endurhæfingu á minna en 9 mánuðum og u.þ.b ári eftir slys var ég kominn á fullt í samfélagið á ný hvað varðar leik og starf.

Í dag upplifi ég mig ekki fatlaðan nema þegar aðstæður í þjóðfélaginu hvað varðar aðgengi og aðgang að réttum hjálpartækjum er skertur. Því hef ég nú í seinni tíð verið að þoka mér meir og meir inn í baráttu málefna fatlaðs fólks og sér í lagi hjálpartækja notanda og er svo komið að ég er orðinn formaður SEM sem er samt bara lítill hluti hjálpartækjanotenda hér á landi.

Read more ...

Efni: Afstaða breytinga/frestunar á byggingarreglugerð.

Herra: Sigurður Ingi Jóhannsson

Þann 16. apríl 2013 tóku breytingar á byggingarreglugerð nr.112/2012 gildi.Þar á meðal með einhverjum breytingum hvað varðar aðgengi fyrir fatlaða og þá sem nota hjólastóla að staðaldri. Helstu breytingarnar eru þær að í nýju reglugerðinni eru útskýringar eða orðalag hvað varðar aðgengismál mun skýrari og erfiðara er að mistúlka og fara framhjá reglunum líkt og hefur verið gert síðustu áratugi.

Með því að breyta byggingarreglugerðinni með þeim hætti að hér væri hægt að byggja ódýrara og lélegra húsnæði sem myndi bara henta hluta þessa samfélags, værum við að fara að minnsta kosti 4 áratugi aftur í tímann.

Read more ...

Stjórn SEM hefur samþykkt frá og með 1. september 2013 að styrkja félagsmenn SEM að hámarki Kr. 20.000 á ári til líkamsræktar.

Til að fá styrknum úthlutað þarf félagsmaður að hafa greitt félagsgjöld síðastliðið ár, skila inn greiðslukvittun og fylla út umsóknareyðublað sem hann fær á skrifstofu SEM. Seinna verður hægt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu www.sem.is. Umsóknum skal skila á skrifstofu SEM þar sem þær verða svo teknar fyrir á næsta stjórnarfundi og samþykktar uppfylli þær framangreind skilyrði.

Einnig minnum við á að sjúkraþjálfun á Grensási mun bjóða upp á líkamsrækt fyrir fólk með mænuskaða í vetur. Sjúkraþjálfarar leiðbeina og aðstoða í tækjasalnum. Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum

Stjórn SEM 

Read more ...

Fræðslufundur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

og sjálfstætt líf fatlaðs fólks

Laugardaginn 7. september, kl. 10 - 14 í húsnæði NPA miðstöðvarinnar í Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Keldnaholti, Grafarvogi

Við hvetjum fatlað fólk, aðstandendur, fagfólk og sveitarstjórnarfólk til að mæta

Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður íbúum, starfsfólki og sveitarstjórnarfólki í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði.

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323