SEM logo

SEM logo

SEM logo

stjorn19

 

Góðan dag kæru vinir,

Nú í sumar eru ennþá nokkrar vikur lausar í Litla Skyggni, sumarbústað SEM. Ef þið hafið áhuga á því að breyta um umhverfi og koma ykkur í rólega sumarsælu þá skulið þið endilega senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hingja í síma 588-7470 og panta einhverja af eftirfarandi vikum.

7-14 júní
14-21 júní
16-23 ágúst
23-30 ágúst

Vinir SEM fá vikuna á aðeins.....

Read more ...

Aðalfundur  S.E.M. og H-S.E.M. verður haldinn miðvikudaginn 5 júní 2013 í salnum í S.E.M. húsinu að Sléttuvegi 3 og hefst kl 19:00

 

Fundarefni.
  • Venjuleg aðalfundarstörf.
  • Önnur mál.

Read more ...

Norræni mænuskaðadagurinn er haldinn síðasta föstudag í apríl ár hvert. Til þess að vekja athygli á málefnum mænuskaddaðra var ákveðið á fundi í NORR* í Helsinki í júní 2008 að semja sérstaka yfirlýsingu vegna norræna mænuskaðadagsins.

Mænuskaði (mænuáverki) veldur yfirleitt varanlegri fötlun með lömun og skyntapi fyrir neðan áverkasvæðið í mænunni. Hár mænuskaði veldur lömun bæði í efri og neðri útlimum og er kallaður fjórlömun (tetraplegia) en mænuskaði í mittishæð veldur eingöngu lömun í neðri útlimum (paraplegia). Áverkinn á mænunni getur ýmist verið alger (alskaði) eða að hluta til (hlutskaði). Auk lömunar og skyntaps fylgja mænusköðum oft ýmis önnur líkamleg, sálræn og félagsleg vandamál. Fyrir utan slys geta ýmsir sjúkdómar einnig valdið skemmdum á mænu með svipuðum einkennum.

Read more ...

 

Þann 26 apríl n.k. er Norræni Mænuskaðadagurinn og í því tilefni ætlar SEM að bjóða félagsmönnum sínum til veislu í salarkynnum sínum að Sléttuvegi 3 kl 19:00. Jóna Marvins mun sjá um kræsingarnar og við hin um að skemmta hvort öðru.

Ef þú hefur áhuga á því að mæta, gleðjast og njótar matar og drykkjar í góðum félagsskap þá þarf að tilkynna það til skrifsstofu SEM í síma 588-7470 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 24 apríl.

Makar eru velkomnir.

Sýnum okkur sjálfum stuðning og mætum á OKKAR degi.

Nei, við erum ekki ein á báti. Á netinu má finna fjöldamörg félög með vefsíður með margs kyns upplýsingum. Kíkjum fyrst á norræn félög mænuskaddaðra sem mynda saman félagið NORR (Nordiska ryggmärgsskaderådet):

Read more ...

Veist þú hvað þú átt að gera ef þú kemur að slysi? Það getur bjargað mannslífum að vita rétt skyndihjálparviðbrögð

Hreyfihömluðum einstaklingum er nú boðið upp á skyndihjálparnámskeið. Á námskeiðinu verður farið yfir alla þá þætti sem varða skyndihjálp og fólk fær að æfa sig. Námskeiðið miðast við að hreyfihamlað fólk fái sérhæfðar leiðbeiningar sem það getur nýtt sér lendi það í aðstæðum þar sem skyndihjálpar er þörf. Það skiptir engu hver hreyfihömlunin er, hverjum og einum leiðbeint sérstaklega út frá eigin hreyfifærni.

Read more ...

 

Spennandi ráðstefna um starfsendurhæfingu verður haldin í tilefni 25 ára starfsafmæli Hringsjár, náms- og starfsendurhæfingar.  Ráðstefnan verður þann 12. mars kl. 13:00 - 16:30 á Grand Hótel Reykjavík og verður henni einnig endurvarpað um fjarfundabúnað á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Fjölmargir aðilar sem tengjast starfsendurhæfingu munu flytja erindi, þar á meðal velferðarráðherra Guðbjartur Hannesson.

Við hvetjum alla sem koma að starfsendurhæfingu að taka þátt, enda eru þessi mál mjög í deiglunni eftir setningu nýrra laga á sl. ári. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráning er á www.hringsja.is eða í síma 510 9380.

 

Dagskrá 12. mars.pdf

SEM óskar Arnari Helga Lárussyni til hamingju með það ótrúlega afrek að hafa klárað heilt maraþon þann 18. ágúst síðastliðinn. Arnar Helgi, sem tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og fór 42,2 kílómetrana á 5klst og 8 mínútum, er eini Íslendingurinn sem vitað er af sem hefur afrekað þetta á óbreyttum, handknúnum hjólastól.

Sjá viðtal við Arnar Helga við Morgunblaðið.

Kominn er af stað nýr hópur sem hyggur á að stunda hjólastólakörfuknattleik og munu æfingar fara fram tvisvar sinnum í viku í húsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík. Æfingarnar verða á miðvikudögum kl. 21:30 og á sunnudögum kl. 19:40.

Read more ...

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323