Hjólastyrkur

1235536 10153190524875217 120761817 nSEM hefur undanfarin ár fengið styrki frá hjólreiðafélaginu Hjólamenn. Félagið er eins og nafnið gefur til kynna félag fólks sem hefur áhuga á hjólreiðum. Félagið Hjólamenn heldur árlega viðburð sem kallast Jökulmílan þar sem hjólað er í einn hring meðfram strandlengju Snæfellsness og er þessi styrkur hluti af skráningargjaldi viðburðarins.

Styrkurinn frá þeim þetta árið (2015) hljóðar upp á 75.500 kr og er ætlaður til þess að styrkja félagsmenn SEM við hjólaiðkun.

Stjórn SEM samtakanna óskar eftir umsóknum um styrki og mun ákveða hvernig fjármagninu verður varið út frá þeim umsóknum sem berast. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 1. apríl 2016.

Smelltu hér til að opna umsóknarform fyrir hjólastyrk