Félagsaðild

Félagsaðild SEM samtakana skiptist í tvo flokka, félagsmenn og aukafélaga.

Félagsmenn geta sótt um þá styrki sem félagið býður upp á, nýtt sér þjónustu félagsins, tekið þátt í starfi félagsins ásamt því að hafa atkvæðisrétt og vera kjörgengir í stjórn félagsins og önnur ráð og nefndir sem félagið tekur þátt í.

Þeir sem uppfylla ekki skilyrði félagsaðildar en hafa áhuga á að taka þátt í og styrkja starf félagsins geta gert það með því að gerast aukafélagar.

Félagsaðild og aukafélagsaðild eru skilgreind í lögum samtakanna á eftirfarandi hátt:

Félagsmaður getur sá orðið sem hlotið hefur varanlegan mænuskaða.

Verði ágreiningur um aðild að félaginu, hvort heldur sem er að stjórn hefur synjað um aðild eða samþykkt aðild sem félagsmanni finnst ólögmæt, skal boða til félagsfundar innan fjögurra vikna og þess getið í fundarboði. Á félagsfundinum skal kosið um málið og er niðurstaðan bindandi.

Félagsmenn skulu greiða félagsgjald eins og það er ákveðið á aðalfundi ár hvert. Þó er stjórn félagsins heimilt að fella niður skyldur einstakra félagsmanna til greiðslu árgjalds eitt ár í senn ef fjárhagsaðstæður viðkomandi krefjast þess. Ævifélagi getur hver sá orðið sem greiðir tvítugfalt félagsgjald í eitt skipti fyrir öll.

Aukafélagi getur hver sá orðið sem vill vinna að markmiðum félagsins. Aukafélagi hefur eingöngu málfrelsi og tillögurétt. Aukafélagi er kjörgengur í nefndir og ráð félagsins en ekki í aðalstjórn eða á þing sem félagið sendir fulltrúa á. Aukafélagi greiðir félagsgjöld eins og aðrir félagsmenn.

Félagsmanni eða aukafélaga má víkja úr félaginu með samþykki félagsfundar, ef hann uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu í félagið, eða hann verður sannur að sök um að hafa unnið gegn hagsmunum félagsins eða markmiðum þess. Máli sínu getur félagsmaður eða aukafélagi þó ávallt skotið til næsta félagsfundar sem fellir fullnaðarúrskurð.

    Sækja um sem:
    FélagsmaðurAukafélagsmaður

    Smelltu hér til að opna gamla umsóknarformið fyrir félagsaðild og aukafélagsaðild

    *Félagsgjöld eru ákveðin fyrir eitt ár í senn af aðalfundi félagsins. Á síðasta aðalfundi var ákveðið að félagsjald á þessu ári yrði 2.000 kr.