Upplýsingar

Samtök Endurhæfðra Mænuskaddaðra (SEM) voru stofnuð þann 27. september 1981 af nokkrum einstaklingum sem höfðu orðið fyrir mænuskaða af völdum slysa.

Markmið félagsins er að efla samhjálp mænuskaddaðra, vinna að auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu, eins og segir í lögum félagsins.

Þá var einnig stofnuð sjálfseignarstofnun sem heitir Húsnæðisfélag SEM (H-SEM) og hefur nú byggt sérhannaða íbúðarblokk á Sléttuvegi 3 með stuðningi margra einstaklinga og fyrirtækja.

Einnig hefur H-SEM keypt nokkrar íbúðir sem eru leigðar til félagsmanna SEM.

Skrifstofa SEM er í Skálagerði 11, 108 Reykjavík- Grensásdeild

Skrifstofan er opin þriðjudaga frá kl 10-16.