Arnar Helgi Lárusson, sem er lamaður fyrir neðan brjóst lauk hjólaferð sinni þann 23 júní s.l. Hann hjólaði fjögur hundruð kílómetra leið á sólarhring með fram suðurströndinni frá Höfn á Hornafirði til Selfoss.
Hópur fólks fylgdi Arnar Helga allan ferðina. Aðspurður segir Arnar að ferðin hafi gengið mjög, mjög vel, það var fullt af sendibílum og öðrum bílum og allir tillit samir, þannig að ég er bara því líkt glaður. Ferðin var farin til að vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og sýna í raun og veru hvað hreyfihamlaðir geta gert, og í leiðinni að safna fyrir fjórum fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða, þannig að ég geti lánað þau til þeirra, sem þurfa á þeim að halda.
Aðspurður hvað hafi verið skemmtilegast við ferðina, svaraði Arnar:
„Það er náttúrulega endorfínið, sem mokaðist upp í heila á mér, þú getur rétt ímyndað þér hvað ég er ánægður með sjálfan mig, setja mér einhver markmið, hjóla 400 kílómetra og ná því.“
Enn er hægt að styrkja SEM samtökin til kaupa á hjólunum:
Kennitala 510182-0739 – Reikningsnúmer 0323-26-001323. Skýring: Km400