Arna Sigríður keppir á Ólympíuleikum fatlaðra í Tokyo

Handahjólreiðakonan og SEM-arinn Arna Sigríður Albertsdóttir verður sjötti fulltrúi Íslands á Paralympics í Tokyo dagana 24.ágúst – 5. september næstkomandi. Alþjóðahjólreiðasambandið úhlutaði nýverið úr svokölluðum umsóknarsætum þar sem Arna var ein þeirra sem varð fyrir valinu.

Arna hefur varðað leiðina á Íslandi í handahjólreiðum kvenna og fagnaði gríðarlega þegar Íþróttasamband fatlaðra fékk það skemmtilega verkefni að tilkynna henni um niðurstöðu alþjóða hjólreiðasambandsins. Arna Sigríður verður þar með fyrst íslenskra kvenna til að keppa í hjólreiðum á Paralympics.

Við erum afskaplega stolt af Örnu Sigríði og óskum henni innilega til hamingju!