Covid vs mænuskaði

Við hjá SEM samtökunum höfum áhyggjur af þessari Coronaveiru og spurðum Pál Ingvarson lækni á Grensás eftirfarandi spurningar svo við gætum upplýst félagsfólk.

  1. Er fólk með mænuskaða útsettara til að veikjast?
  2. Er veiran að legjast harðar á fólk með mænuskaða?
  3. Eru komnar einhverjar leiðbeiningar hvernig fólk með mænuskaða á að haga sér í svona aðstæðum?
  4. Er vitað til að fólk með mænuskaða hafi fengið veiruna?
  5. Hvernig hefur gengið að lækna fólk með mænuskaða sem fengið hefur veiruna?

Við fengum eftirfarandi svar 19. mars 2020:

Takk fyrir góðar (relevant) spurningar.

Svör við spurningum 1 og 2 eru afdráttarlaust: Nei.

Það eru eldri einstaklingar (einkum um og yfir 80 ára) og einstaklingar með skerta ónæmissvörun – annað hvort vegna sjáfsofnæmissjúkdóma (autoimmune disorders) eða fólk sem er á sterum eða öðrum enn meiri ónæmisbælandi lyfjum, sem eru hlestu áhættuhóparnir.

Þar að auki er óheppilegt fyrir fólk með alvarelega lungnasjúkdóma að veikjast, það er verr statt, EF þeir fá alvarlegasta form veriunnar, sem sest í öndunarfærin og veldur lungnabólgu.

Sem sagt: Það er hugsanlegt, að háir háslmænuskaðar og einstklingar sem eru farnir að nálgast 70-80 ára aldur eða meir geti átt von á eitthvað erfiðari veikindum ef þeir skyldu smitast, en fyrir utan þessi mjög svo afstæðu undantekningatilfelli sé ég ekki að það sé nein aukin áhætta fyrir einstaklinga með mænuskaða.

Í þessu samhengi er líka gott að minnast orða Egils heitins Stefánssonar, að einstaklingar með mænuskaða eru ekki sjúklingar, heldur fullfrískir einstaklingar með hreyfihindrun.

og svo skil ég ekki uplysingar frá að mér skilst bresku mænuskaðasamtökunum:

“We are seeking confirmation that the NHS consider and therefore will respond to SCI people as ‘a high risk category’ in relation to the Coronavirus and its likely impact, as many SCI people have a reduced immune system and/or respiratory issues that make them more susceptible to respiratory infections. This will mean all advice and support through 111 and 999 will be treated as a priority case.”

Ég er hreinlega alls ekki sammála staðhæfingunni “as many SCI people have a reduced imune system” Mér finnst þetta vera sérkennilegaur hræðsluáróður, sem byggist ekki á staðreyndum (en svo er líka mjög margt, of eða van, sem kemur frá Bretlandi í COVID1-málum almennt – stórmerkilegar og sérkennilegar sveiflur í öllu frá afneitun tiil paník …)

Þar af leiðandi eru svarið við spurningum 3-5 nei, eða, öllu eldur, ég veit ekki hvernig einkennamyndin hjá einstaklingum með mænuskaða sem hafa fengið COVID19 hefur verið, eða hvort hún hafi verið eitthvað frábrugðin einkennamynd hjá almenning á sama aldri en án mænuskaða. Það hafa örugglega einhverjir einstklingar með mænuskaða veikst, einhvers staðar í heiminum, en mér tókst ekki að finna neinar upplýsingar um það í minni fyrstu leit á vefnum og ég hefði örugglega verið búinn að heyra eitthvað (og þið líka!) ef einhver íslendingur með mænuskaða hefði veikst.

Og þar til annað kemur í ljós finnst mér að einstaklingar með mænuskaða eigi að fylgja almennum fyrirmælum heilbrigðsiyfirvalda, vera nákvæmir með að þvo sér um hendur og spritta sig, og hafa almennu reglurnar til að forðast smit í hávegum. Þar finnst mér – eins og öllu samstarfsfólki innan hielbrigðistéttarinnar sme ég hef talað við um þessi mál – íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig með eindæmum vel: frábærlega aðgengileg, með skýr og lógísk svör við öllum spurningum og skynsamar ráðleggingar.

Bestu kvðejur,

Palli Ingvars, Grensási.