Hákon Atli Bjarkason stjórnarmaður í SEM samtökunum keppti á Opna tékknenska meistaramótinu í borðtennis sem haldið var í Prag í Tékklandi.
Hákon sem keppir í flokki 5 lék vel og var nálægt því að komast í undanúrslit en hann tapaði 3 – 1 fyrir leikmanni frá Síle í lokaleiknum sínum. Áður hafði hann sigrað Nemamja Curic frá Serbíu og tapað fyrir Jiri Zak frá Tékklandi.
Í liðakeppni spilaði með með Sebastian Vegsund frá Noregi í flokki sitjandi 3-5 og unnu þeir bronsverðlaun.
SEM óskar Hákoni innilega til hamingju með flottan árangur á mótinu.