Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur birt dóm sinn í máli formanns SEM samtakanna gegn Íslenska ríkinu og Reykjanesbæ.

Forsaga málsins er sú að Arnar Helgi Lárusson og SEM samtökin höfðuðu málið gegn Reykjanesbæ árið 2015 og kröfðust þess að bænum yrði gert að breyta tveimur opinberum byggingum í bænum, Duushúsi og 88 húsi til að bæta aðgengi fatlaðra. Arnar Helg­i sagði að með því að tak­mark­a að­geng­i hans að bygg­ing­un­um hafi ann­ars veg­ar ver­ið kom­ið í veg fyr­ir þátt­tök­u hans í menn­ing­ar­við­burð­um í sveit­ar­fé­lag­in­u og hins veg­ar ver­ið kom­ið í veg fyr­ir að hann gæti mætt í af­mæl­i og aðra viðburði sem að börn­un­um hans var boð­ið í en starf­sem­i ann­arr­ar bygg­ing­ar­inn­ar varð­ar að mest­u börn. Var þess meðal annars krafist að hjólastólalyftur yrðu settar upp, skábrautum fyrir hjólastóla komið fyrir og útbúin yrðu bílastæði sérmerkt fötluðum sem næst inngangi.

Sveitarfélagið var sýknað fyrst í héraði og svo í Hæstarétti með vísan til sjálfsstjórnar sveitarfélaga og forræðis þeirra á forgangsröðun fjármuna.

Í kærunni til Mannréttindadómstólsins var byggt á því að vegna ólögmætrar mismununar sem Arnar og aðrir hjólastólanotendur verði fyrir vegna fötlunar sinnar, njóti þeir ekki friðhelgi einkalífs og fjölskyldu til jafns við aðra og við meðferð málsins hjá dómstólum hér innanlands hafi engin tilraun verið gerð til að tryggja samræmi milli stjórnarskrárvarinna réttinda hans og hagsmuna sveitarfélagsins.

Í niðurstöðu MDE var ekki fall­ist á það að mis­mun­un hafi fal­ist í því að tryggj­a ekki að­geng­i Arnars að áðurnefnum byggingum í Reykjanesbæ, en þó er á­réttað að í niður­stöðunni felist að það þurfi að lag­færa að­gengi húsanna.

Lögmaður Arnars, Daníel bendir þó á að ef að dómurinn sé lesinn í heild sé ljóst að hann feli alls ekki í sér að að­gengis­mál séu í lagi í Reykja­nes­bæ.

„Sam­kvæmt dóminum er skýrt að Reykja­nes­bær mis­munar í­búum sínum enda getur fólk í hjóla­stól ekki farið í þessar opin­beru byggingar og þar með ekki notið þeirrar þjónustu sem þar er boðið upp á. Sveitar­fé­laginu er skylt að lag­færa að­gengis­mál húsanna. Þó sveitar­fé­lagið og ís­lenska ríkið hafi sloppið við á­fellis­dóm í málinu var þó nánast öllum rök­semdum þeirra í málinu hafnað. Niður­staðan er skýr um að að­gengis­málin eru í ó­lagi og það eina sem sveitar­fé­lagið og ríkið fær út málinu er frestur til þess að lag­færa byggingarnar. Þetta er aðal­at­riðið og mikil­vægt að það komi fram að sam­kvæmt dóminum er ó­full­nægjandi að­gengi brot á réttindum fatlaðs fólks“ segir Daníel.

Þá bætir hann því við að eina á­stæðan fyrir því að sveitar­fé­lagið hafi ekki talist brot­legt sé sú að það hafi lagt fram að­gerða­á­ætlun um að bæta að­gengi og að sam­kvæmt þeirri á­ætlun hafi það for­gangs­raðað að bæta að­gengi í skólum og í­þrótta­húsum.

Sveitar­fé­lagið hafi þannig ekki tryggt að­gengi að Duus­húsi og 88 húsinu en Mann­réttinda­dóm­stóllinn hafi aftur á móti fallist á að sveitar­fé­lagið hafi svig­rúm til þess að lag­færa þessi mál með tíð og tíma.

„Það var því brotið á réttindum Arnars Helga og auð­vitað öðrum sem eru í sömu stöðu og hann. Dóm­stóllinn fellst í raun á nær allar máls­á­stæður Arnars Helga en sveitar­fé­lagið og ís­lenska ríkið eru ekki dæmd brot­leg af þeirri einu á­stæðu að til staðar er þessi á­ætlun um að lag­færa að­gengis­málin.“

Hann segir í raun margt mjög gott í niður­stöðu dóm­stólsins enda sér þar fallist á það grund­vallar­at­riði að réttur til frið­helgi einka­lífs og fjöl­skyldu­lífs geti til dæmis falist í að­gengi að opin­berum byggingum. Það sé gríðar­lega mikil­vægt að Mann­réttinda­dóm­stóllinn viður­kenni þau réttindi.

„Það er alveg ljóst að Arnar Helgi fær ekki að­gang að þessum byggingum og því er slegið föstu. Brotin eru því til staðar enda varla hægt að halda öðru fram þegar opin­berar byggingar eru í raun lokaðar fötluðu fólki.“ segir Daníel og á­réttar í niður­stöðunni felist að það þurfi að lag­færa að­gengi húsanna.

Einn dómari skilaði sér­at­kvæði og segir Daníel að það sé á­huga­vert enda bendi sá dómarinn á að ekki sé nægjan­legt eitt og sér að vera með á­ætlun um að bæta að­gengi til fram­tíðar. Á­ætlunin sé ó­ljós og dómarinn bendir á að sjö ár séu liðin frá því að málið hafi fyrst verið höfðað og ekki sé enn búið að laga að­gengi.

Er ekki búið að laga þetta?

„Nei, það er ekki búið að laga að­gengið að neinu leyti sem máli skiptir. Ein­mitt þess vegna er svo mikil­vægt að niður­staða dómsins verði ekki mis­skilinn á þann hátt að að­gengið sé í lagi þarna og að Reykja­nes­bær þurfi ekki að að­hafast neitt“ segir Daníel.

En er eitt­hvað skrítið að dóm­stóllinn komist að þessari niður­stöðu þegar þau hafa engin tæki til að fylgjast með því að þessu sé fylgt eftir?

„Dóm­stóllinn treystir ríki og sveitar­fé­lögum sem segja að á­ætlun sé til staðar. Aftur á móti finnst mér meiri hluti dóm­stólsins gera of litlar kröfur til á­ætlunarinnar og það er ein­mitt bent á það í sér­at­kvæðinu“ segir Daníel.

Þá segir hann að það ætti ekki að þurfa að lag­færa að­gengi í húsunum enda hafi þau ný­lega verið endur­nýjuð og í raun sé ekki lengur um að ræða gömul hús.

„Sveitar­fé­lagið fór í miklar og að mörgu leyti glæsi­legar endur­bætur á þessum húsum. 88 húsið var tekið í notkun árið 2004 eftir gríðar­miklar endur­bætur. Duus­hús voru endur­byggð í heild sinni fyrir nokkrum árum og það kostaði marga tugi milljóna. Aftur á móti var á­kveðið að spara ör­lítið með því að fram­fylgja ekki kröfum gildandi byggingar­reglu­gerðar um að­gengi fyrir alla og því kemst fólk í hjóla­stól ekki inn í húsin. Það er mjög sorg­legt að bærinn hafi á­kveðið að út­búa glæsi­legar menningar­mið­stöðvar en skilja suma íbúa sína út ­undan, “ segir Daníel að lokum.

Dóminn má lesa hér: https://hudoc.echr.coe.int/eng#{%22documentcollectionid2%22:[%22GRANDCHAMBER%22,%22CHAMBER%22],%22itemid%22:[%22001-217436%22]}