Nú styttist í Tokýó ævintýrið!

Paralympics fara fram í Tokyo dagana 24. ágúst – 5. september næstkomandi. SEM-arinn Arna Sigríður Albertsdóttir keppir handahjólreiðum. Íslenski hópurinn heldur utan þann 15. ágúst næstkomandi og mun dvelja í æfingabúðum í Tama fram til 21. ágúst þegar hópurinn færir sig inn í Paralympic-þorpið. 

Ragnheiður Egilsdóttir er þjálfari og fararstjóri Örnu Sigríðar;

,,Ég er svo heppin að fá að fylgja Örnu Sigríði Albertsdóttur handahjólara í þessu ævintýri. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt fyrir Íslands hönd í hjólreiðum á Paralympics og er einnig mikill brautryðjandi í íþróttinni á Íslandi.
Arna keppir í tímatöku (time trial) 31.8 og hópstarti (road race) 1.9 í flokki WH3.
Keppnin fer að stærstum hluta fram á Fuji International Speedway og er brautin því frekar tæknileg með beygjum og brekkum.
Við dveljum í Tama í æfingabúðum fyrstu vikuna, förum svo í Ólympíuþorpið í nokkra daga þar sem opnunarhátíðin verður, og síðan förum við Arna bara tvær í hjólaþorpið, sem er staðsett við Mt. Fuji, þar sem við munum dvelja meirihlutann af ferðinni okkar.
Íslendingar geta verið stoltir af því að eiga svona flottan og sterkan fulltrúa í handahjólreiðum. Reynslan og upplifunin sem Arna mun fá á þessum leikum verður ómetanleg. Þetta er bara rétt að byrja!
Ég mun reyna að vera dugleg að setja inn myndir og fréttir úr ferðinni inn á Instagrammið mitt “ragnheidurey”.
Einnig er ÍF með aðganginn “npciceland” og Arna með “arnasigridur”

Keppnisdagskrá Örnu í Tókýó:

31. ÁGÚST
ARNA SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR: TIME TRIA C1-3

1. SEPTEMBER
ARNA SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR: ROAD RACE H1-3