SEM logo

SEM logo

SEM logo

Arnar Helgi Lárusson formaður SEM skilaði þremur formlegum kvörtunum inn til Mannvirkjastofnunar í morgun og tók Ingibjörg lögfræðingur mannvirkjastofnunar (MVS) við þeim.Arnar afhendir formlega kvörtun

Það er löngu tímabært að skila þessu inn og kvarta yfir slökum vinnubrögðum byggingafulltrúa og stjórnsýslu bæjarins. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Arnar skilar inn kvörtun til þeirra en þó fyrsta formlega kvörtunin þar sem það getur reynst þrautinni þyngra að koma kvörtun áleiðis í gegnum kerfið. En til þess að kvartanir uppfylli skilyrði MVS þurfa að fylgja teikningar af viðkomandi húsi og ýmis fylgigögn. Það getur verið flókið og erfitt að fá þau gögn sem þarf frá bæjarfélögum.

Arnar óskar eftir því í kvörtuninni að þessir staðir missi starfsleyfi og að byggingarfulltrúinn á svæðinu verði gerður ábyrgur fyrir þessum slóðaskap en einnig virðist það vera landlægt hjá Reykjanesbæ að leyfa lista- og skemmtiviðburði í húsum bæjarins sem hafa ekki starfsleyfi og eru hreinar slysa- og brunagildrur og enginn segir neitt.

Read more ...

Mánudaginn 28 apríl 2014 var haldinn aðalfundur SEM. Á fundinum var farið yfir störf félagsins síðastliðið ár. En þar má nefna jafningjafræðsla á Grensás, herbergi til leigu, íþróttastyrkur og baráttu í aðgengismálum. Einnig voru samþykktir félagsins teknar fyrir og samkæmt þeim voru nýjar samþykktir kynntar í vetur sem svo voru samþykktar af félagsfundi þann xx apríl og staðfestar á aðalfundinum.

Helstu breytingar á samþykktunum voru að nú geta allir sem hlotið hafa varanlegan mænuskaða gerst meðlimir hvort sem þeir hlutu skaðann við leik, störf, veikindi eða aðrar aðstæður. Aðrar breytingar voru helst uppröðun, uppsetning og orðalag. Þó voru nokkrar smávægilegar breytingar hægt er að skoða nýju og gömlu samþykktirnar til að bera þær saman.

Engar breytingar urðu á stjórn SEM, en í H-SEM kom Aðalbjörg ný inn sem varamaður í stað Ágústu sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu. Við þökkum Ágústu fyrir störf hennar í þágu félagsins og óskum henni góðs gengis.

Stjórnin þakkar fyrir góðan fund og óskar öllum gleðilegs sumars.

Góðan daginn og gleðilegt sumar kæri félagi

Ég skrifa þér í von um að sjá þig og þína félagsmenn í göngunni fimmtudaginn næstkomandi eða 1. maí. Í ár höfum við ákveðið að setja baráttuna um fordómalaust samfélag – betra samfélag fyrir alla á oddinn. Við ætlum að nýta okkur þá jákvæðu tóna sem eru í Eurovisionlagi Pollapönkaranna þar sem í textanum segir; „Burt með fordóma".

Með því að uppræta fordóma í samfélaginu fáum við betri skilning og stuðning við okkar baráttumál. Fordómalaust samfélag hlýtur að vera samfélag mannréttinda og velferðar þar sem fólk nýtur skilnings og stuðnings á alla vegu.

Gönguhópurinn okkar verður litríkur þetta árið og það gerum við með því að gefa öllu göngufólki „buff" (efnisstrokkur til að hafa á höfði eða um háls). Buffið verður með áletrun og marglitum táknmyndum meðal annars þeim sem sjást hér í bréfsefninu. Myndirnar vísa til fjölbreytileika samfélagsins og minnir á að fólk er allskonar, þar á meðal fatlað fólk. Áletrunin á buffinu segir „Burt með fordóma" og „Betra samfélag".

Þá höfum við einnig látið útbúa forgönguborða sem er um 4 metrar á breidd og með sömu myndum og áletrun og buffið, auk þess verða öll aðildarfélögin þar upptalin. Forgönguborðinn verður borinn fremst í okkar gönguhópi.

OB facebook coverphoto

Hlakka til að sjá þig þann 1. maí

Hvar: Á planinu við Arionbanka við Hlemm.

Hverjir: Allir sem vilja fordómalaust og betra samfélag.

Klukkan: 13 ætlum við að hittast en gangan hefst kl. 13:30.

Hvert: Niður Laugaveginn, út Bankastrætið, Austurstrætið og að Ingólfstorgi þar sem formleg dagskrá hefst kl. 14:10.

Styttri leið: Þeir sem vilja stytta sér leið geta hist við klukkuna á Lækjartorgi og slegist í hópinn þegar hann nálgast.

Gerum daginn góðan og fáum fjölskyldu og vini til þátttöku. Saman erum við sterkari !

Baráttukveðjur,

Ellen Calmon formaður ÖBÍ

Í dag er Norræni mænuskaðadagurinn sem haldinn er á hverju ári síðasta föstudag apríl mánaðar. Dagurinn er ætlaður til þess að vekja athygli á málefnum sem tengjast því að lifa með mænuskaða. Í dag stöðu SEM-samtökin ásamt MND félaginu, MS félaginu og Sjálfsbjörgu fyrir því að birta auglýsingu þar sem almenningur og fyrirtæki eru hvött til þess að gæta betur að aðgengismálum, enda hefur slæmt aðgengi bein eða óbein áhrif á stóran hluta þjóðarinnar.

 Ýtið á full-screen takkann i hægra horninu til þess að sjá myndina í fullri stærð

Félagsmönnum SEM er boðið til veislu föstudaginn 25 apríl næstkomandi. Veislan verður haldin í SEM-salnum að Sléttuvegi 3 og hefst hún kl 19:00. Boðið verður upp á mat og drykk en að þessu sinni koma veitingarnar frá T.G.I. Friday´s.

Tilefni veislunnar er Norræni Mænuskaðadagurinn en hann er haldinn síðasta föstudag í apríl á ári hverju til þess að vekja athygli á málefnum mænuskaddaðra.

Við hvetjum alla til að mæta, gleðjast og njóta matar og drykkjar í góðum félagsskap en tilkynna þarf þáttöku á skrifsstofu SEM í síma 588-7470 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 23 apríl.

Makar eru velkomnir.

Sjáumst á Norræna Mænuskaðadeginum

SEM samtökin hafa nú innréttað herbergi í húsi félagsins sem leigja á til félagsmanna, aðstandenda þeirra og annara í skammtímaleigu, leigutíminn er frá einum sólarhring upp í mánuð í senn.

Herbergið er innréttað með það í huga nægt pláss sé fyrir hjólastólanotendur. Í herberginu er eitt rúm af stærðinni 140x200 cm. Herberginu fylgir sturtuaðstaða og salerni sem hannað hefur verið fyrir hjólastólanotendur.

Þetta herbergi er einnig kjörið fyrir aðstandendur sem þurfa að ferðast utan að landi til þess að heimsækja félagsmenn, t.d. á meðan sjúkrahús- eða endurhæfingarvist stendur yfir. Aðrir geta einnig fengið herbergið leigt samkvæmt reglum.

Herberginu fylgja engin hjálpartæki en þó er hægt að hafa samband og athuga hvort hægt sé að útvega einhver hjálpartæki, t.d. lyftara, sé það nauðsynlegt.

Útleigureglur herbergis í SEM húsinu, Sléttuvegi 3

Hægt er að panta herbergið eða fá frekari upplýsingar með því að senda fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða með því að hringja í síma 8484155

Stjórn SEM

arnarh

Þar sem ég hef fengið mjög mörg viðbrögð og áskoranir um að gera eitthvað meira í aðgengismálum á Íslandi eftir viðtöl sem birtust í síðustu viku um aðgengi Hverfisgötunnar, hef ég ákveðið að óska eftir formlegum skoðunum um áhuga á að stofna ný regnhlífar samtök sem hafa sameiginleg sjónarmið þar sem að aðgengismál, aðgengi að hjálpartækjum, túlkum, bílamál og öll önnur mál sem snerta skyn- og hreyfihamlaða í daglegum athöfnum. Nú er ég alls ekki að gera lítið úr öllum þeim félögum sem eru aðilar að ÖBÍ eða gera lítið úr þörfum þeirra heldur bara að reyna að benda á að við sem erum skyn- og hreyfihömluð erum komin í minnihluta innan ÖBÍ og tel ég ólík sjónarmið aðildarfélaga ÖBÍ vera til þess að mikilvæg mál eins og aðgengi, hjálpartækjamál, túlkun og almenningssamgöngur skyn- og hreyfihamlaðara séu að líða fyrir það. Ekki það að það sé ekkert talað um þessi mál heldur að það er ekkert gert í þessum málum og það er ekkert eftirlit með þessum málum innan ÖBÍ. Þar af leiðandi óska ég eftir því að þeir hópar sem telja sig heyra undir þennan hóp sem ég kýs að skilgreina sem Skyn- og hreyfihamlaða sem eru þá með skerta heyrn, sjón, hreyfigetu og þurfa á hjálpartækjum að nota í daglegu lífi um að hafa samband við mig í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 823-3007 og gefa mér svar um hvort þetta sé eitthvað sem þessir hópar vilja ræða frekar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sem ég er að fá þessa hugmynd, heldur var hún komin þegar ég spurði hvort ÖBÍ væri of stórt fyrir litlu félögin sem var birt 20.október síðastliðinn.

Read more ...

Oft hefur verið rætt um að inngönguskilyrðin inn í félagið hafi verið skilgreind of þröngt. Stjórnin hefur fundið fyrir miklum vilja hjá félagsmönnum til þess að opna félagið fyrir öðrum mænusködduðum einstaklingum. Við teljum að með því muni félagið eflast og dafna.

Aðrar breytingar á lögunum eru að mestu enduruppröðun.

Við hvetjum félagsmenn til þess að skoða tillöguna, bera hana saman við núgildandi samþykktir og koma með tillögur að breytingu ef eitthvað má betur fara.

samthykktir_tillogur.pdf

Stjórnin

SEM samtökin hafa sett í gang jafningjafræðslu þar sem fulltrúar samtakanna munu mæta á Grensásdeild á hverjum þriðjudegi á milli 15:00 og 17:00. Breiður hópur mun sinna þessu verkefni svo um mikinn reynslubanka er að ræða.

Jafningjafræðsla þessi er bæði ætluð nýjum sem gömlum mænusködduðum þar sem hægt er að ræða ýmislegt, allt frá vali hjálpartækja, til vandamála daglegs lífs, hvort sem er líkamlega eða andlega. Einnig geta aðstandendur og annað hreyfihamlað fólk komið og rætt málin ef þau vilja.

Þessu er háttað þannig að í hverri viku koma tveir mænuskaddaðir einstaklingar frá samtökunum og munu vera til taks í kaffistofunni á fyrstu hæð. Um er að ræða 8 einstaklinga af báðum kynjum og með mismunandi hæð á mænuskaða. Eftirfarandi einstaklingar munu mæta samkvæmt dagskrá.

Untitled-111. febrúar 2014 Arnar og Jói
18. febrúar 2014 Arna og Agnar
25. febrúar 2014 Kristín og Rúnar
4. mars 2014 Víðir og Viddi
11. mars 2014 Arnar og Jói
18. mars 2014 Arna og Agnar
25. mars 2014 Kristín og Rúnar
1. apríl 2014 Víðir og Viddi
8. apríl 2014 Arnar og Jói
15. apríl 2014 Arna og Agnar
22. apríl 2014 Kristín og Rúnar
29. apríl 2014 Víðir og Viddi

Óskað er eftir sex þátttakendum í rannsókn á upplifun og reynslu einstaklinga með mænuskaða af breytingum á daglegri iðju í kjölfar skaðans. Rannsókn þessi er hluti af lokaverkefni nemenda í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri vorið 2014. Um er að ræða eigindlega viðtalsrannsókn og leitað er eftir þátttöku einstaklinga á aldrinum 25-55 ára sem hlutu alskaða (e. complete) á brjósthrygg (e.thoracic) eða lendarhrygg (e.lumbar ) fyrir a.m.k. 3 árum.

Viðtölin taka um klukkustund og fara fram á þeim stað sem viðmælendur óska. Þau verða hljóðrituð og upptökum eytt eftir að hafa verið afrituð orðrétt. Í afrituninni er nöfnum og staðarháttum breytt svo ekki sé unnt að rekja niðurstöður rannsóknarinnar til ákveðinna einstaklinga. Allar upplýsingar sem þátttakendur veita í viðtölunum, verða meðhöndlaðar samkvæmt ströngustu reglum um trúnað og nafnleynd og farið að íslenskum lögum varðandi persónuvernd, vinnslu og eyðingu frumgagna. Rannsóknargögn verða varðveitt á öruggum stað á meðan rannsókn stendur. Frumgögnum, ljósritum, hljóðupptökum og tölvugögnum verður eytt að rannsókn lokinni. Niðurstöður rannsóknarinnar verða allar ópersónugreinanlegar.

Tekið skal fram að þátttakendum er ekki skylt að taka þátt í rannsókninni og geta hætt án útskýringa hvenær sem er. Þeir sem eru tilbúnir til að taka þátt í rannsókninni hafi samband við undirritaða nemendur.

Með von um góðar undirtektir

4. árs nemar í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri.

Read more ...

Í tilefni af alþjóðadegi fatlaðra þann 3.desember áttu fulltrúar SEM samtakanna og Sjálfsbjargar fund með fjórum ráðherra á Alþingi til að ræða um bílastyrki. Var bent á að hækka þyrfti bílastyrki þar sem að bíllinn væri mörgum fötluðum eitt helsta hjálpartækið.

Rætt var við Arnar Helga Lárusson formann SEM samtakanna og Berg Þorra Benjamínsson málefnafulltrúa Sjálfbjargar í fréttum Ríkissjónvarpsins um málið. Arnar sagði frá örðugleikum sínum að fá bílastyrk fyrir lyftubíl. Hann hafði í fyrstu fengið samþykki en það var dregið til baka því hann var of vel á sig líkamlega kominn þrátt fyrir það að geta ekki spennt beltin á börn sín þegar hann er á ferðinni. Hann er mjög ósáttur með það þar sem að hann þarf að treysta á aðra með að festa beltin á yngstu börnum sínum, þar á meðal elsta syni sínum sem er sjö ára.alþjóðadegi fatlaðra þann 3.desember áttu fulltrúar SEM samtakanna og Sjálfsbjargar fund með fjórum ráðherra á Alþingi til að ræða um bílastyrki

Bergur Þorri kvaðst þokkalega ánægður með viðbrögð ráðherra en minnti á að tími væri kominn á úrbætur því að kerfið hefði á síðastliðnum 15 ára verið að molna niður í stað þess að batna.

Í sama fréttatíma var einnig minnst á hvatningarverðlaun Öryrkjabandlagsins sem voru veitt í tilefni dagsins. Margrét N. Norðdal hlaut verðlaun fyrir listahátíðina List án landamæra og kaffihúsið GÆS fyrir að koma á fót rekstri sem braut niður múra í vinnumálum þroskahamlaðra.

Að lokum var fjallað um aðgengismál á Reyðarfirði. Kaffihús sem er í nýju húsnæði hefur ekki aðgengi fyrir fatlaða því það þurfti ekki að uppfylla kröfur um aðgengi þar sem um er að ræða viðbyggingu við eldra hús. Rætt er við Vilmund Þórarinsson, fatlaðan mann sem býr á Reyðarfirði og þykir það miður að geta ekki hitt fólk á kaffihúsinu eins og aðrir. "Það eru mörg höft sem við þurfum að búa við, því er verr og það væri gott ef hægt væri að gera einhverjar breytingar á því til að hægt væri að hafa betra aðgengi" bendir hann réttilega á í lokin og SEM-samtökin taka innilega undir orð hans.

 

Hér er hægt að horfa á fréttabrotið hjá RÚV

SEM samtökin | Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | Sími: 588 7470 | Tölvupóstfang: sem@sem.is

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 15:30 Símsvörun alla virka daga frá 13:00 til 17:00

Kennitala: 510182-0739  Reikningsnúmer: 0323 26 001323