Hvaða fylgikvillar eru algengir hjá mænusködduðum?
Mænuskaða fylgja oftast margir fylgikvillar sem eru þó mjög mismunandi eftir einstaklingum og tegund skaða. Meðal helstu kvilla eru verkir, hægða- og þvaglosunarerfiðleikar, öndunarfæravandamál, blóðtappar, legusár o.fl. Þessir kvillar hafa í raun oft verri áhrif á einstaklinga með mænuskaða heldur en það eitt að vera bundinn hjólastól.