Legusár, þrýstingssár og önnur húðvandamál

Legusár eða þrýstingssár myndast þegar húð og vöðvavefur rofnar vegna stöðugs álags. Fólk með mænuskaða er mjög gjarnt á að fá þrýstingssár vegna þess að það nær ekki að hreyfa sig og er í sömu stellingunni lengi án þess að létta á álagi.

Staðir sem eru í mestri hættu eru setsvæði og svæði sem legið er á, utanverðir ökklar og hælar. Þegar mikill þrýstingur er á húð í langan tíma þá minnkar blóðflæði en frekar. Ef ekkert er gert fara vefir í húð og vöðvum fljótt að gefa sig og sár myndast innan frá.

Það er aukin hætta á sáramyndun þegar að mænuskaði skerðir tilfinningu og fólk verður ekki vart við þreytu í húð eða önnur merki um að álagssvæði þarfnist hvíldar. Besta ráðið við þessu er að fá reglubundna aðstoð við að skipta um stellingu. Góð næring og hreinlæti getur líka verið góð forvörn.

Önnur sár myndar oft líka þegar tilfinningalausum húðsvæðum verða fyrir áverkum, hita, kulda eða mari sem mænuskaddaðir verða ekki endilega varir við. Marblettir geta stundum orðið að sárum vegna lélegs blóðflæðis.

Sár á mænusködduðum einstaklingum getur tekið lengri tíma að gróa en venjulega vegna lélegs blóðflæðis.

Ef sár myndast á álagssvæðum skal tafarlaust leita til læknis.

Roði sem ekki fölnar þegar þrýst er á húðsvæðið telst vera þrýstingssár jafnvel þótt ekkert roð sé á yfirborði húðar.