Spasmi

Mikið af ósjálráðum viðbrögðum er stjórnað af mænunni en haldið í skefjum af heilanum. Þegar mænan skaddast hættir heilinn að halda viðbrögðunum í hófi. Ósjálfráðu viðbrögðin geta orðið mjög ýkt með tímanum og valdið spasma.

Hjá sumum getur spasmi orðið mjög mikill og þá er helst beitt lyfjagjöf með töflum eða lyfjadælu sem dælir lyfjum í mænugöng.

Mjög misjafnt getur verið hvort spasmi er vandamál eða góður. Spasmi getur aukið vöðvamassa og aukið blóðflæði í vöðva sem annars væru littlir og slappir. Sumir nota jafnvel spasma til þess að færa sig í og úr hjólastól eða jafnvel standa.