Öndunarkvillar

Allur mænuskaði á C2, C3 og jafnvel C4 hálshryggjarliði (þaðan liggja taugar frá mænu til þindar) geta valdið öndunarstoppi. Einstaklingar með þann skaða þurfa tafarlaust á aðstoð með öndun. Stundum er hægt að venja þá af öndunarvélum fljótlega eftir skaða. Einnig er hægt að beita raförvun á þindina til að losna við öndunarvél.

Mænuskaðaðir frá C5 og neðar geta andað sjálfstætt en oft ekki með fullum krafti. Öndun er oft grunn og ör ásamt erfiðleikum með að hósta vegna lömunar í kviðvöðvum. Hósti er mjög mikilvægur fyrir lungun því án hans getur safnast slím í lungum og jafnvel valdið lungnabólgu

Öndunarkvillar af völdum lungnabólgu eru ein af helstu dánarorsökum mænuskaddaðara.