Handahjólreiðakonan og SEM-arinn Arna Sigríður Albertsdóttir verður sjötti fulltrúi Íslands á Paralympics í Tokyo dagana 24.ágúst – 5. september næstkomandi. Alþjóðahjólreiðasambandið úhlutaði nýverið úr svokölluðum umsóknarsætum þar sem Arna var ein þeirra sem varð fyrir valinu. Arna hefur varðað leiðina á Íslandi í handahjólreiðum kvenna og fagnaði gríðarlega þegar Íþróttasamband fatlaðra fékk það skemmtilega verkefni að tilkynna henni um niðurstöðu …
Skrifstofa SEM í sumarfrí
Skrifstofa SEM samtakanna í Sigtúni 42, lokar þann 8 júlí n.k og opnar aftur þriðjudaginn 3. ágúst n.k. Áfram verður hægt að senda erindi á sem@sem.is
Hákon Atli vann bronsverðlaun
Hákon Atli Bjarkason stjórnarmaður í SEM samtökunum keppti á Opna tékknenska meistaramótinu í borðtennis sem haldið var í Prag í Tékklandi. Hákon sem keppir í flokki 5 lék vel og var nálægt því að komast í undanúrslit en hann tapaði 3 – 1 fyrir leikmanni frá Síle í lokaleiknum sínum. Áður hafði hann sigrað Nemamja Curic frá Serbíu og tapað …
Hjólaði 400 km með höndunum á sólarhring
Arnar Helgi Lárusson, sem er lamaður fyrir neðan brjóst lauk hjólaferð sinni þann 23 júní s.l. Hann hjólaði fjögur hundruð kílómetra leið á sólarhring með fram suðurströndinni frá Höfn á Hornafirði til Selfoss. Hópur fólks fylgdi Arnar Helga allan ferðina. Aðspurður segir Arnar að ferðin hafi gengið mjög, mjög vel, það var fullt af sendibílum og öðrum bílum og allir …
Nú er ferðin hafin! Hægt er að fylgjast með Arnari hjóla hér
Nú er ferðin hafin! Arnar er lagður af stað. Við erum að safna fyrir fjallahjólum fyrir fólk sem lamast hefur skyndilega til þess að njóta frelsis í útiveru og náttúru ❤ Hægt er að fylgjast með ferð Arnars á korti við það að hjóla 400 km á handareiðhjóli hér: Fylgjast með ferðalagi Arnars Við viljum hvetja alla til að styðja …
STYRKJA HÉR
Styrkja SEM samtökin Þitt framlag skiptir okkur öllu máli til þess að fólk sem lamast skyndilega komist út að hljóla í náttúrunni á handknúnu fjallahjóli endurgjaldslaust.
Arnar Helgi ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum
Það er fátt eða ekkert, sem stoppar Arnar Helga Lárusson í Reykjanesbæ því hann ætlar sér að hjóla fjögur hundruð kílómetra með höndunum á sólarhring á Suðurlandi í sumar. Arnar er lamaður frá brjósti eftir mótorhjólaslys. Arnar Helgi býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með fjölskyldu sinni. Hann lamaðist eftir mótorhjólaslys árið 2002. Hann er algjör nagli og lætur ekkert …
Fuglinn fljúgandi
Styrkja
Bar sigur úr býtum tveimur vikum eftir andlát sitt
Umboðsmaður Alþingis telur að úrskurðarnefnd velferðarmála og Sjúkratryggingum Íslands hafi ekki verið lagalega heimilt að synja konu um styrk fyrir hjálpartæki fyrir hjólastól. Konan lést tveimur vikum áður en umboðsmaður komst að þessari niðurstöðu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að stofnunin muni hlíta nýrri niðurstöðu. Anna Guðrún Sigurðardóttir fæddist árið 1975. Hún fæddist með klofinn hrygg sem háði henni mikið alla tíð. …
Skrifstofa SEM flytur sig um set
Skrifstofa SEM og H-SEM flytur í Sigtún 42, 105 Reykjavík. (sjá inngang á mynd hér að neðan) Breyttur opnunartími: Þriðjudagar: 10:00 – 13:00 Fimmtudagar: 10:00 – 13:00 Sem fyrr verður skrifstofusíminn s. 588-7470, opinn alla virka daga frá kl 10:00 til 17:00 Íbúar athugið! Komi upp atvik sem tengjast íbúðunum skal senda erindi á sem@sem.is